Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2015 22:15 Jón Daði Böðvarsson ræddi við fjölmiðla í dag. Vísir/ÓskarÓ Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. „Það var geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum en eins og við höfum allir verið að tala um þá er það bara í fortíðinni. Núna erum við hérna í Holland og nýr leikur framundan," sagði Jón Daði. „Við vorum fljótir að koma okkur inn í þetta enda er rútínan sú sama og venjulega. Það er ekkert öðruvísi sem er gott. Stemning er síðan góð og menn að gera sig klára fyrir leikinn á morgun," sagði Jón Daði. Íslenska liðið æfði í fyrsta sinn á Amsterdam Arena í dag en tvær fyrstu æfingar liðsins í Hollandi fóru fram á æfingasvæði S.V. Rap. „Ajax-völlurinn er frægur völlur og það er gaman að koma inn á þennan flotta leikvang og það er mikil tilhlökkun í manni að fá að spila þarna á morgun," sagði Jón Daði. Hann veit líka að 3000 Íslendingar ætla að gera sitt á morgun. „Við þekkjum það vel hvað Íslendingarnir láta vel í sér heyra á pöllunum. Þrjú þúsund Íslendingar á leik í útlendum er heldur betur framar öllum vonum. Þetta er geggjað og það verður rosalega gaman að vita af þeim á vellinum,“ segir Jón Daði. Jón Daði var ekki í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum á móti Kasakstan og Tékklandi en kom inná sem varamaður í báðum leikjum. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég fái að spila og það er alltaf þannig. Þetta verður bata tilkynnt á morgun eða í kvöld. Ég er bara rólegur og ætla ekkert að fara fram úr sjálfum mér. Ef ég byrjar þá gerir maður sig hundrað prósent klárann og líka ef maður byrjar ekki. Þetta verður bara spennandi. Þjálfarnir velja þá sem henta fyrir komandi leik og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Jón Daði. „Það væri geggjað að fá að byrja á Amsterdam Arena en að fá bara að vera í þessum hóp er ógeðslega gaman,“ segir Jón Daði. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Hannes Þór skrifar handrit að hrollvekju Landsliðsmarkvörður Íslands ætlar sér stóra hluti í kvikmyndagerð að loknum knattspyrnuferlinum. 2. september 2015 18:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. „Það var geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum en eins og við höfum allir verið að tala um þá er það bara í fortíðinni. Núna erum við hérna í Holland og nýr leikur framundan," sagði Jón Daði. „Við vorum fljótir að koma okkur inn í þetta enda er rútínan sú sama og venjulega. Það er ekkert öðruvísi sem er gott. Stemning er síðan góð og menn að gera sig klára fyrir leikinn á morgun," sagði Jón Daði. Íslenska liðið æfði í fyrsta sinn á Amsterdam Arena í dag en tvær fyrstu æfingar liðsins í Hollandi fóru fram á æfingasvæði S.V. Rap. „Ajax-völlurinn er frægur völlur og það er gaman að koma inn á þennan flotta leikvang og það er mikil tilhlökkun í manni að fá að spila þarna á morgun," sagði Jón Daði. Hann veit líka að 3000 Íslendingar ætla að gera sitt á morgun. „Við þekkjum það vel hvað Íslendingarnir láta vel í sér heyra á pöllunum. Þrjú þúsund Íslendingar á leik í útlendum er heldur betur framar öllum vonum. Þetta er geggjað og það verður rosalega gaman að vita af þeim á vellinum,“ segir Jón Daði. Jón Daði var ekki í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum á móti Kasakstan og Tékklandi en kom inná sem varamaður í báðum leikjum. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég fái að spila og það er alltaf þannig. Þetta verður bata tilkynnt á morgun eða í kvöld. Ég er bara rólegur og ætla ekkert að fara fram úr sjálfum mér. Ef ég byrjar þá gerir maður sig hundrað prósent klárann og líka ef maður byrjar ekki. Þetta verður bara spennandi. Þjálfarnir velja þá sem henta fyrir komandi leik og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Jón Daði. „Það væri geggjað að fá að byrja á Amsterdam Arena en að fá bara að vera í þessum hóp er ógeðslega gaman,“ segir Jón Daði.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Hannes Þór skrifar handrit að hrollvekju Landsliðsmarkvörður Íslands ætlar sér stóra hluti í kvikmyndagerð að loknum knattspyrnuferlinum. 2. september 2015 18:15 Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Í beinni: Vestri - Fram | Keppst um fjórða sætið Mist varði hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00
Hannes Þór skrifar handrit að hrollvekju Landsliðsmarkvörður Íslands ætlar sér stóra hluti í kvikmyndagerð að loknum knattspyrnuferlinum. 2. september 2015 18:15
Heimir og Lars búnir að velja byrjunarliðið Tilkynna leikmönnum liðið sem mætir Hollandi í stórleiknum í kvöld eða á morgun 2. september 2015 11:30