Jóhann Berg: Gaman að vera liðið á toppnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 09:30 Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Andri Marinó Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun. Íslenska liðið mætir þá Hollandi á Amsterdam Arena en Ísland er með tveggja stiga forskot á Tékkland og fimm stiga forskot á Holland. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að vera í þessari stöðu. Það er gaman að vera liðið á toppnum og Hollendingarnir þurfa að koma og sækja einhver stig á okkur. Það er því bara gaman að vera í þessari stöðu," segir Jóhann Berg Guðmundsson. En Ísland þá orðið stóra liðið á móti Hollandi? Jóhann Berg er ekki á því. „Auðvitað eru þeir stærri en við og þeir eru með miklu stærri leikmenn en við. Það er bara ekki alltaf spurt um það í fótbolta því það er liðsheildin sem telur meirihlutann af þessu," segir Jóhann Berg. „Ég held að við höfum sýnt það ansi vel í þessari keppni hversu sterka liðsheild við höfum. Við verðum að halda því áfram í næstu tveimur leikjum og vonandi náum við í einhver stig," segir Jóhann Berg. Leikurinn fer fram fyrir framan fimmtíu þúsund manns á Amsterdam Arena. Er það ekkert stressandi fyrir strákana? „Ég held að við séum flestir vanir því að spila alvöru leiki þar sem mikið er undir. Það eru allir vanir þessu og vonandi náum við að halda spennustiginu niðri og njóta þess að spila fótbolta. Við verðum að hafa gaman af þessu líka. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu og þá eigum við að hafa gaman af þessu og njóta þess," segir Jóhann Berg. Leikmenn íslenska liðsins hafa alltaf stefnt hátt með metnaðinn í botni. „Þetta lið hefur alltaf verið með mikið sjálfstraust og við sýndum það þegar við vorum margir saman í 21 árs landsliðinu. Við höfum náð að koma með það með okkur inn í A-landsliðið þar sem voru fyrir leikmenn með mjög fínt sjálfstraust," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum og mótherjarnir hafa bara verið með forystuna í samtals 34 mínútur. „Þegar liðið er að spila vel og allt gengur upp þá kemur sjálfstraustið sjálfkrafa. Það hefur mikið fallið með okkur og við þurfum að halda þessu áfram," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg að byrja tímabilið vel með Charlton í ensku b-deildinni og er sáttur með leikformið. „Ég spila alla leiki og er bara í góðu standi. Vonandi næ ég að sýna eitthvað með landsliðinu og hjálpa liðinu. Þrjú stig myndu gefa okkur mjög mikið en við verðum bara að sjá til hvað gerist. Við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf sagt það. Vonandi tekst það," segir Jóhann Berg. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu í fótbolta verja toppsæti A-riðilsins í undankeppni EM 2016 þegar sjöunda umferð riðilsins fer fram á morgun. Íslenska liðið mætir þá Hollandi á Amsterdam Arena en Ísland er með tveggja stiga forskot á Tékkland og fimm stiga forskot á Holland. „Þetta er skemmtilegt og það er gaman að vera í þessari stöðu. Það er gaman að vera liðið á toppnum og Hollendingarnir þurfa að koma og sækja einhver stig á okkur. Það er því bara gaman að vera í þessari stöðu," segir Jóhann Berg Guðmundsson. En Ísland þá orðið stóra liðið á móti Hollandi? Jóhann Berg er ekki á því. „Auðvitað eru þeir stærri en við og þeir eru með miklu stærri leikmenn en við. Það er bara ekki alltaf spurt um það í fótbolta því það er liðsheildin sem telur meirihlutann af þessu," segir Jóhann Berg. „Ég held að við höfum sýnt það ansi vel í þessari keppni hversu sterka liðsheild við höfum. Við verðum að halda því áfram í næstu tveimur leikjum og vonandi náum við í einhver stig," segir Jóhann Berg. Leikurinn fer fram fyrir framan fimmtíu þúsund manns á Amsterdam Arena. Er það ekkert stressandi fyrir strákana? „Ég held að við séum flestir vanir því að spila alvöru leiki þar sem mikið er undir. Það eru allir vanir þessu og vonandi náum við að halda spennustiginu niðri og njóta þess að spila fótbolta. Við verðum að hafa gaman af þessu líka. Við erum búnir að koma okkur í þessa stöðu og þá eigum við að hafa gaman af þessu og njóta þess," segir Jóhann Berg. Leikmenn íslenska liðsins hafa alltaf stefnt hátt með metnaðinn í botni. „Þetta lið hefur alltaf verið með mikið sjálfstraust og við sýndum það þegar við vorum margir saman í 21 árs landsliðinu. Við höfum náð að koma með það með okkur inn í A-landsliðið þar sem voru fyrir leikmenn með mjög fínt sjálfstraust," segir Jóhann Berg. Íslenska liðið hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í riðlinum og mótherjarnir hafa bara verið með forystuna í samtals 34 mínútur. „Þegar liðið er að spila vel og allt gengur upp þá kemur sjálfstraustið sjálfkrafa. Það hefur mikið fallið með okkur og við þurfum að halda þessu áfram," segir Jóhann Berg. Jóhann Berg að byrja tímabilið vel með Charlton í ensku b-deildinni og er sáttur með leikformið. „Ég spila alla leiki og er bara í góðu standi. Vonandi næ ég að sýna eitthvað með landsliðinu og hjálpa liðinu. Þrjú stig myndu gefa okkur mjög mikið en við verðum bara að sjá til hvað gerist. Við förum í alla leiki til að vinna og höfum alltaf sagt það. Vonandi tekst það," segir Jóhann Berg.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35 Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00 Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15 Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15 Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Lars segir tónlistina í klefanum hræðilega Aron Einar Gunnarsson segir að hann komi ekki nálægt tónlistarvalinu. 2. september 2015 09:35
Alfreð, Jói Berg og Kolli fengu góðan gest á hótelið Okkar menn verða glæsilegir á vellinum annað kvöld eftir að Hanni Hanna kíkti í heimsókn. 2. september 2015 15:00
Eiður Smári: Geri allt til þess að halda sætinu í hópnum ef við komumst á EM Markahæsti leikmaður karlalandsliðsins segist verða svekktur ef hann spilar ekki í leikjum. Hann taki samt því hlutverki sem honum er gefið. 2. september 2015 14:15
Jón Daði: Geggjað gaman að vinna þá í fyrri leiknum Jón Daði Böðvarsson átti frábæran leik þegar Ísland vann Holland í fyrri leiknum á Laugardalsvelli og gerir tilkall til þess að fá að byrja leikinn á Amsterdam Arena á morgun. 2. september 2015 22:15
Hannes fær ókeypis þrif á húsinu standi Ísland sig gegn Hollandi Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson segir Hollendinga reikna með auðveldum sigri á Íslandi. 2. september 2015 11:00