Ásgeir Sigurvinsson síðastur til að skora í Hollandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 13:00 Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðast fyrir Ísland í Hollandi. vísir/getty Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. Þetta verður sjöundi leikur íslenska landsliðsins í Hollandi og allir hinir sex hafa tapast. Markatala íslenska liðsins í Hollandi er ekki glæsileg eða 23 mörk í mínus (2-25). Hollendingarnir hafa nú skorað 9 mörk í röð á móti Íslandi í Hollandi án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðasta mark Íslands á hollenskri grundu en það kom úr vítaspyrnu í 4-1 tapi á De Goffert leikvanginum í Nijmegen 31. ágúst 1977. Ásgeir minnkaði þá muninn í 3-1 á 76. mínútu leiksins. Aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður hefur skorað á móti Hollendingum í landsleik í Hollandi og það var Elmar Geirsson sem skoraði í 8-1 tap á móti Hollandi á De Adelaarshorst leikvanginum í Deventer 29. ágúst 1973. Mark Elmars kom á lokamínútu fyrri hálfleiksins og minnkaði hann þá muninn í 4-1. Ísland lék síðast í Hollandi 11. október 2008 þar sem liðið tapaði 2-0. Joris Mathijsen og Klaas-Jan Huntelaar skoruðu fyrir hollenska liðið. Ólafur Jóhannesson var þarna þjálfari Íslands en í liðinu voru nokkrir leikmenn liðsins í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, Ragnar Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Már Sævarsson voru allir í byrjunarliðinu og Theódór Elmar Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson komu inná sem varamenn. Tölfræði íslenska liðsins í Hollandi er ekki sú glæsilegasta en eitt skref til að laga hana væri að ná góðum úrslitum á Amsterdam Arena í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og fylgst verður með honum hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira
Íslenska landsliðið er komið til Hollands þar sem strákarnir bæta Hollandi á Amsterdam Arena í kvöld í sjöundu umferð A-riðils undankeppni EM 2016 en íslenska landsliðið hefur átt erfitt uppdráttar á hollenskri grundu í gegnum tíðina. Þetta verður sjöundi leikur íslenska landsliðsins í Hollandi og allir hinir sex hafa tapast. Markatala íslenska liðsins í Hollandi er ekki glæsileg eða 23 mörk í mínus (2-25). Hollendingarnir hafa nú skorað 9 mörk í röð á móti Íslandi í Hollandi án þess að íslenska liðið hafi náð að svara fyrir sig. Ásgeir Sigurvinsson skoraði síðasta mark Íslands á hollenskri grundu en það kom úr vítaspyrnu í 4-1 tapi á De Goffert leikvanginum í Nijmegen 31. ágúst 1977. Ásgeir minnkaði þá muninn í 3-1 á 76. mínútu leiksins. Aðeins einn annar íslenskur landsliðsmaður hefur skorað á móti Hollendingum í landsleik í Hollandi og það var Elmar Geirsson sem skoraði í 8-1 tap á móti Hollandi á De Adelaarshorst leikvanginum í Deventer 29. ágúst 1973. Mark Elmars kom á lokamínútu fyrri hálfleiksins og minnkaði hann þá muninn í 4-1. Ísland lék síðast í Hollandi 11. október 2008 þar sem liðið tapaði 2-0. Joris Mathijsen og Klaas-Jan Huntelaar skoruðu fyrir hollenska liðið. Ólafur Jóhannesson var þarna þjálfari Íslands en í liðinu voru nokkrir leikmenn liðsins í dag. Gunnleifur Gunnleifsson, Ragnar Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Birkir Már Sævarsson voru allir í byrjunarliðinu og Theódór Elmar Bjarnason og Aron Einar Gunnarsson komu inná sem varamenn. Tölfræði íslenska liðsins í Hollandi er ekki sú glæsilegasta en eitt skref til að laga hana væri að ná góðum úrslitum á Amsterdam Arena í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og fylgst verður með honum hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Sjá meira