Þurftu að flytja snjó á tökustað Fargo
Blaðamaður Variety, Julie Miller, beinir sjónum sínum fyrst að framleiðslu bandarísku sjónvarpsþáttanna Fargo í kanadísku borginni Calgary árið 2013. Frostið var um 30 gráður með vindkælingu og áttu leikararnir Billy Bob Thornton og Martin Freeman hættu á kali ef húð þeirra var óvarin í kuldanum í meira en tíu mínútur.
Fresta þurfti tökum í nokkra daga þegar heimamenn lýstu því yfir að kuldinn væri of mikill. Ári síðar var tökuliðið mætt aftur til Calgary en þá var veðurfarið allt annað og komu nokkrir dagar þar sem hitastigið fór ekki einu sinni nærri frostmarki. Þetta reyndist hinn mesti höfuðverkur fyrir kvikmyndateymið sem þurfti að hafa snjó í sínum tökum og var brugðið á það ráð að flytja snjó á tökustað.

Blaðamaðurinn nefnir því næst til sögurnar myndirnar The Revenant og The Hateful Eight sem báðar verða frumsýndar á jóladag og er beðið með mikilli eftirvæntingu. Leikstjóri The Revenant er Alejandro Iñárritu, sá hinn sami og gerði Birdman, en hann gerði örvæntingarfulla leit að snjó við tökur á myndinni. Tökuteymið ferðaðist frá Calgary í Kanada til Ushuaia-skaga í Argentínu. Myndina var alfarið tekin upp utandyra og reiddi leikstjórinn sig á lýsingu frá náttúrunnar hendi. Mesta hindrunin við slíkar aðstæður var að sjálfsögðu veðrið.
Variety vitnar í umfjöllun Hollywood Reporter um tökur myndarinnar en þar sagði að tilraunir tökuteymisins til að flytja snjó á tökustað í Calgary hefðu ekki virkað vegna hlýinda. Á síðari stigum tökuferlisins gerði hins vegar mikið kuldakast í Calgary en á þeim tímapunkti var verið að mynda senur sem gerast um haust og voru leikararnir beðnir um að vera án höfuðfata og hanska, sem reyndist afar erfitt og sagði leikstjórinn: „Við vorum öll að frjósa.“

Í apríl síðastliðnum staðfesti einn af framleiðendum myndarinnar Harvey Weinstein, að tökur á myndinni hefðu gengið hægt sökum veðurs. „Þeir sem trúa ekki á loftslagsbreytingar ættu að vera á tökustað,“ sagði Weinstein.

Þá er einnig fjallað um tökur á kvikmynd Baltasars Kormáks, Everest, á Ítalíu. Komið er inn á þá staðreynd að Baltasar sér frá Íslandi og hafði vonast til að geta tekið myndina að hluta til upp í heimalandi sínu. Hins vegar hafi útlit jöklanna hér á landi komið í veg fyrir það. Þeir eru ekki lengur skjannahvítir að því er fram kemur í grein Variety og er haft eftir Baltasar að honum hafi þótt það útlit ekki passa fyrir myndina.
Hann hélt því með tökuteymið til ítölsku alpanna þar sem daglega var varað við snjóflóðahættu. Baltasar segir við Variety að honum hafi verið greint því frá að ekki hefði snjóað jafn mikið á svæðinu í 60 ár. Til að mynda hafnaði snjóflóð á tökustaðnum sem varð til þess að tökuteymið þurfti að færa sig um set.