Kling & Bang flytur starfsemi sína af Hverfisgötu 42 þar sem sýningarsalur Kling & Bang hefur verið til húsa í sjö og hálft ár.
Stór hópur listamanna, áhorfenda, sjálfboðaliða og velunnara hefur glætt húsið lífi og tilbeðið listagyðjuna þar.
Aðstandendur Kling & Bang ætla bjóða þeim sem hafa áhuga að fagna með þessum tímamótum laugardaginn 5. september kl. 17. DJ Rassi Prump mun þeyta skífum.
Starfsemin er húsnæðislaus um sinn en tíminn í lausa loftinu verður nýttur til að sinna þeim verkefnum Kling & Bang sem ekki krefjast sýningarsalar.

