Lars: Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2015 22:03 Lars Lagerbäck með öðrum í starfsliði Íslands þegar þjóðsöngurinn var spilaður. Vísir/Valli Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. „Mér líður auðvitað mjög vel eftir svona sigur því það er svolítið extra að ná að vinna hér í Hollandi," sagði Lars Lagerbäck. „Strákarnir spiluðu mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hjálpaði okkur auðvitað að þeir misstu mann af velli með rautt spjald en um leið urðu strákarnir svolítið passívir og þá sérstaklega í lok leiksins," sagði Lars. „Það er samt mjög góður leikur og frábært að ná að vinna Holland hér eins og við gerðum það. Þeir fengu nokkur skotfæri í lokin en fyrir utan það stjórnuðum við leiknum mjög vel," sagði Lars. „Auðvitað er alltaf hægt að spila betur en ég var mjög sáttur með spilamennsku liðsins. Hollendingarnri náðu samt að halda boltanum manni færri í seinni hálfleik. Við þurftum að halda einbeitingu allan leikinn. Það er því alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Lars. „Það verður ekkert partý hjá strákunum til að fagna þessum sigri. Leikmenn eiga bara að borða og drekka rétt í kvöld til þess að ná góðri endurheimt svo að við getum klárað dæmið á sunnudaginn," sagði Lars. „Ég hef heyrt að eitt stig nægi okkur á sunnudaginn sem er vissulega mjög gott en við ætlum okkur öll þrjú stigin á móti Kasakstan," sagði Lars. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með svona sigur en við erum líka mjög sáttir með hvernig liðið hefur spilað þessa undankeppni. Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum. Þess vegna líður mér kannski enn betur en vanalega," sagði Lars að lokum. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska landsliðsins, var vissulega brosmildur eftir sigurinn á Hollandi í undankeppni EM í kvöld en þessi reyndi Svíi tók stærsta einum sigri Íslands frá upphafi á fótboltavellinum samt með sínu þjóðþekkta jafnaðargeði. „Mér líður auðvitað mjög vel eftir svona sigur því það er svolítið extra að ná að vinna hér í Hollandi," sagði Lars Lagerbäck. „Strákarnir spiluðu mjög vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Það hjálpaði okkur auðvitað að þeir misstu mann af velli með rautt spjald en um leið urðu strákarnir svolítið passívir og þá sérstaklega í lok leiksins," sagði Lars. „Það er samt mjög góður leikur og frábært að ná að vinna Holland hér eins og við gerðum það. Þeir fengu nokkur skotfæri í lokin en fyrir utan það stjórnuðum við leiknum mjög vel," sagði Lars. „Auðvitað er alltaf hægt að spila betur en ég var mjög sáttur með spilamennsku liðsins. Hollendingarnri náðu samt að halda boltanum manni færri í seinni hálfleik. Við þurftum að halda einbeitingu allan leikinn. Það er því alltaf erfitt að spila á móti þeim," sagði Lars. „Það verður ekkert partý hjá strákunum til að fagna þessum sigri. Leikmenn eiga bara að borða og drekka rétt í kvöld til þess að ná góðri endurheimt svo að við getum klárað dæmið á sunnudaginn," sagði Lars. „Ég hef heyrt að eitt stig nægi okkur á sunnudaginn sem er vissulega mjög gott en við ætlum okkur öll þrjú stigin á móti Kasakstan," sagði Lars. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með svona sigur en við erum líka mjög sáttir með hvernig liðið hefur spilað þessa undankeppni. Það er svo auðvelt að vinna með þessum strákum. Þess vegna líður mér kannski enn betur en vanalega," sagði Lars að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48 Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11 Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58 Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Robben ósáttur: Get ekki varið hann eftir þetta heimskulega spjald Arjen Robben var afar ósáttur með Bruno Martins Indi eftir 0-1 tap Hollands gegn Íslandi í dag en varnarmaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir að slá til Kolbeins Sigþórssonar. 3. september 2015 21:48
Gunnleifur: Þurfum að klára verkefnið gegn Kasakstan með stæl Markvörður íslenska liðsins var að vonum í skýjunum eftir 1-0 sigur á Hollandi í dag. 3. september 2015 21:11
Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Kári besti maður vallarins Allt íslenska liðið átti frábæran leik en að mati Vísis voru það Kári, Ragnar, Hannes og Aron sem stóðu upp úr í íslenska liðinu í kvöld. 3. september 2015 21:58
Heimir: Það er erfitt að halda andliti eftir þetta Annar þjálfari íslenska landsliðsins viðurkenndi að það væri erfitt að halda andliti eftir ótrúlegan 1-0 sigur á Hollandi í kvöld. 3. september 2015 21:29