Þórður vann Nordic Talents 2015: Ætlar núna að skrifa handritið að myndinni að fullri alvöru Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2015 16:00 Rúnar Rúnarsson og Þórður Pálsson. vísir „Ég er búsettur í London og hef verið þar síðan ég útskrifaðist úr The National Film and Television School með MA í Directing Fiction,“ segir Þórður Pálsson sem vann Nordic Talents 2015 sem fór fram á föstudagskvöldið. Nordic Talents er haldið af Nordisk Film & TV Fond í danska kvikmyndaskólanum í Kaupmannahöfn. „Ég var mjög lánsamur að fá umboðsmann strax eftir útskrift sem hefur verið að hjálpa mér að fá fundi hjá framleiðslufyrirtækjum á Englandi,“ segir Þórður en umboðsmaður hans heitir Sayle Screen. Þórður vann verðlaunin fyrir kvikmyndina Stuck in Dundalk sem hann hefur verið að vinna ásamt vini sínum Matthew Jankes síðan þeir útskrifuðust í lok febrúar. „Nordic Talents er frábær stökkpallur fyrir ungt kvikmyndagerðafólk sem er nýútskrifað og er að reyna koma sér á framfæri. Það kom mér verulega á óvart að vinna þessa keppni þar sem það voru mjög mörg góð verkefni sem verið var að sýna. Sem betur fer gekk allt upp hjá mér ég náði tenginu við dómarana með sögunni minni.“ Nordic Talents hefur verið í 15 ár og hafa íslendingar unnið þetta fjórum sinnum. „Það er frábær tölfræði fyrir okkur,“ segir Þórður en þeir Árni Ólafur Ásgeirsson (2001), Rúnar Rúnarsson (2009) og Hlynur Pálmason (2013) hafa einnig unnið til þessara verðlauna. „Ég vona núna að ég geti sest niður og byrjar að skrifa handritið að myndinni að fullri alvöru. Það hefur verið draumur hjá mér að koma þessari sögu upp á hvítatjaldið og með þessum verðlaunum er ég kominn aðeins nær því.“ Dómnefndin gaf Þórði frábæra dóma: „Verkefnið heillaði okkur þar sem handritið er vel uppsett og sagan mjög persónuleg.“ Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Ég er búsettur í London og hef verið þar síðan ég útskrifaðist úr The National Film and Television School með MA í Directing Fiction,“ segir Þórður Pálsson sem vann Nordic Talents 2015 sem fór fram á föstudagskvöldið. Nordic Talents er haldið af Nordisk Film & TV Fond í danska kvikmyndaskólanum í Kaupmannahöfn. „Ég var mjög lánsamur að fá umboðsmann strax eftir útskrift sem hefur verið að hjálpa mér að fá fundi hjá framleiðslufyrirtækjum á Englandi,“ segir Þórður en umboðsmaður hans heitir Sayle Screen. Þórður vann verðlaunin fyrir kvikmyndina Stuck in Dundalk sem hann hefur verið að vinna ásamt vini sínum Matthew Jankes síðan þeir útskrifuðust í lok febrúar. „Nordic Talents er frábær stökkpallur fyrir ungt kvikmyndagerðafólk sem er nýútskrifað og er að reyna koma sér á framfæri. Það kom mér verulega á óvart að vinna þessa keppni þar sem það voru mjög mörg góð verkefni sem verið var að sýna. Sem betur fer gekk allt upp hjá mér ég náði tenginu við dómarana með sögunni minni.“ Nordic Talents hefur verið í 15 ár og hafa íslendingar unnið þetta fjórum sinnum. „Það er frábær tölfræði fyrir okkur,“ segir Þórður en þeir Árni Ólafur Ásgeirsson (2001), Rúnar Rúnarsson (2009) og Hlynur Pálmason (2013) hafa einnig unnið til þessara verðlauna. „Ég vona núna að ég geti sest niður og byrjar að skrifa handritið að myndinni að fullri alvöru. Það hefur verið draumur hjá mér að koma þessari sögu upp á hvítatjaldið og með þessum verðlaunum er ég kominn aðeins nær því.“ Dómnefndin gaf Þórði frábæra dóma: „Verkefnið heillaði okkur þar sem handritið er vel uppsett og sagan mjög persónuleg.“
Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira