Aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á bikarúrslitaleik kvenna en í gær en 2.435 voru á Laugardalsvellinum þegar Stjarnan og Selfoss mættust.
Stjarnan hafði betur 2-1 eftir en liðið skoraði tvö síðustu mörkin á lokamínútum leiksins. Þetta er þriðja árið í röð sem áhorfendamet er slegið á bikarúrslitaleik kvenna.
Sjá einnig: Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 2-1 | Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar
Í fyrra þegar þessi lið mættust einnig í bikarúrslitaleiknum mættu 2.011 á leikinn. Þetta er því töluvert aukning.
