Verkfræðingurinn sem varð „Mindful“ Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 21. ágúst 2015 07:00 Sá sem ritar þessa grein hefur lengi starfað við stjórnun á margvíslegan hátt. Stjórnun er heillandi viðfangsefni. Með réttum stjórnunaraðferðum er hægt að vinna glæsta sigra. Á sama hátt getur vanstjórnun leitt til mikils tjóns. Sumar af helstu stjórnunarkenningum síðustu áratuga eru kenndar við „vísindalega stjórnun“ (e. Scientific management). Með vísindalegri stjórnun er átt við aðferðir til að auka framleiðni fyrirtækja með því að greina verkferla og auka hagkvæmni þeirra. Vísindaleg stjórnun var bylting sem leiddi til mikilla framfara en vera má að stjórnendur og leiðtogar samtímans þurfi að tileinka sér öðruvísi nálgun. Fyrir nokkrum árum las ég áhugaverða grein eftir danskan prófessor. Prófessorinn hafði tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um kostnaðarframúrkeyrslu í 111 stórum samgönguverkefnum á tímabilinu 1920-2000. Í ljós kom að 9 af 10 verkefnum stríddu við kostnaðarframúrkeyrslu sem er merkilegt í sjálfu sér. En áhugaverðustu tíðindin voru samt þau að á þessum 80 árum höfðu engar merkjanlegar framfarir orðið við gerð kostnaðaráætlana nema síður væri. M.ö.o. að árið 2000 var jafnvel líklegra að framlögð kostnaðaráætlun væri röng en árið 1920! Þessi niðurstaða fannst mér svo áhugaverð að ég ákvað að gera svipaða rannsókn á íslenskum verkefnum. Ég aflaði mér eftir föngum upplýsinga um stærri opinber verkefni síðustu áratugi. Niðurstaðan reyndist sú sama og hjá danska prófessornum, þ.e. um 90% þeirra fóru framúr kostnaði og framfarir við áætlanagerð ekki greinanlegar. Væntanlega eru allir sammála um að óvæntur kostnaður er óæskilegur. Höfum í huga að einhver þarf að borga vanáætlaðan kostnað hvort sem honum líkar betur eða verr. Kannski hluthafinn, eða viðskiptavinurinn eða skattgreiðandinn. Einhver þarf alltaf að borga að lokum. Mikilvægasta spurningin er vitanlega þessi; af hverju vanáætlum við kostnað í jafn ríkum mæli? Einfalda skýringin er að kenna um ófullkomnun aðferðum og þekkingarskorti. En þessi skýring stenst alls ekki þegar nánar er að gáð því þá væru kostnaðarfrávikin dreifð, þ.e. að stundum er vanáætlað og stundum ofáætlað. En það er alls ekki raunin því bæði mínar rannsóknir og danska rannsóknin benda til að vanáætlun kostnaðar sé nánast náttúrulögmál. Orsökin er þekkt í dag. Hún liggur m.a. í því hvernig hugur okkar vinnur úr upplýsingum og bregst við umhverfinu. Ekki gefst færi á að fara nánar út í þá sálma hér en látið nægja að segja að eitt mest spennandi nýja svið verkfræðinnar er að nýta hugrænar aðferðir til að bæta stjórnun og ákvörðunartöku. Hið virta tímarit Times kallar hugrænu aðferðina Mindfulness „byltingu“ í forsíðufrétt fyrir skemmstu. Mörg af merkustu fyrirtækjum okkar samtíma s.s. Google, Apple, Harvard Business School, Facebook o.fl. keppast við að lofa hina svonefndu Mindful leiðtogabyltingu (e. The Mindful Leadership Revolution). Ekkert svið hug- og félagsvísinda er rannsakað meira um þessar mundir en Mindfulness sem segir sína sögu um þær væntingar sem bundnar eru við aðferðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Sá sem ritar þessa grein hefur lengi starfað við stjórnun á margvíslegan hátt. Stjórnun er heillandi viðfangsefni. Með réttum stjórnunaraðferðum er hægt að vinna glæsta sigra. Á sama hátt getur vanstjórnun leitt til mikils tjóns. Sumar af helstu stjórnunarkenningum síðustu áratuga eru kenndar við „vísindalega stjórnun“ (e. Scientific management). Með vísindalegri stjórnun er átt við aðferðir til að auka framleiðni fyrirtækja með því að greina verkferla og auka hagkvæmni þeirra. Vísindaleg stjórnun var bylting sem leiddi til mikilla framfara en vera má að stjórnendur og leiðtogar samtímans þurfi að tileinka sér öðruvísi nálgun. Fyrir nokkrum árum las ég áhugaverða grein eftir danskan prófessor. Prófessorinn hafði tekið saman tölfræðilegar upplýsingar um kostnaðarframúrkeyrslu í 111 stórum samgönguverkefnum á tímabilinu 1920-2000. Í ljós kom að 9 af 10 verkefnum stríddu við kostnaðarframúrkeyrslu sem er merkilegt í sjálfu sér. En áhugaverðustu tíðindin voru samt þau að á þessum 80 árum höfðu engar merkjanlegar framfarir orðið við gerð kostnaðaráætlana nema síður væri. M.ö.o. að árið 2000 var jafnvel líklegra að framlögð kostnaðaráætlun væri röng en árið 1920! Þessi niðurstaða fannst mér svo áhugaverð að ég ákvað að gera svipaða rannsókn á íslenskum verkefnum. Ég aflaði mér eftir föngum upplýsinga um stærri opinber verkefni síðustu áratugi. Niðurstaðan reyndist sú sama og hjá danska prófessornum, þ.e. um 90% þeirra fóru framúr kostnaði og framfarir við áætlanagerð ekki greinanlegar. Væntanlega eru allir sammála um að óvæntur kostnaður er óæskilegur. Höfum í huga að einhver þarf að borga vanáætlaðan kostnað hvort sem honum líkar betur eða verr. Kannski hluthafinn, eða viðskiptavinurinn eða skattgreiðandinn. Einhver þarf alltaf að borga að lokum. Mikilvægasta spurningin er vitanlega þessi; af hverju vanáætlum við kostnað í jafn ríkum mæli? Einfalda skýringin er að kenna um ófullkomnun aðferðum og þekkingarskorti. En þessi skýring stenst alls ekki þegar nánar er að gáð því þá væru kostnaðarfrávikin dreifð, þ.e. að stundum er vanáætlað og stundum ofáætlað. En það er alls ekki raunin því bæði mínar rannsóknir og danska rannsóknin benda til að vanáætlun kostnaðar sé nánast náttúrulögmál. Orsökin er þekkt í dag. Hún liggur m.a. í því hvernig hugur okkar vinnur úr upplýsingum og bregst við umhverfinu. Ekki gefst færi á að fara nánar út í þá sálma hér en látið nægja að segja að eitt mest spennandi nýja svið verkfræðinnar er að nýta hugrænar aðferðir til að bæta stjórnun og ákvörðunartöku. Hið virta tímarit Times kallar hugrænu aðferðina Mindfulness „byltingu“ í forsíðufrétt fyrir skemmstu. Mörg af merkustu fyrirtækjum okkar samtíma s.s. Google, Apple, Harvard Business School, Facebook o.fl. keppast við að lofa hina svonefndu Mindful leiðtogabyltingu (e. The Mindful Leadership Revolution). Ekkert svið hug- og félagsvísinda er rannsakað meira um þessar mundir en Mindfulness sem segir sína sögu um þær væntingar sem bundnar eru við aðferðina.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun