Justin Gatlin og Usain Bolt tryggðu sig nokkuð örugglega í undanúrslitin í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hófst í Peking í Kína í dag.
Báðir voru þeir fyrstir í sínum riðli. Bolt hljóp á 9,97 sekúndum, en Gatlin hlaup á betri tíma eða 9,83 í sínum riðli. Bolt var ekki himinlifandi í samtali við Michael Johnson, spekúlant BBC um frjálsar íþróttir, en Bolt hljóp á 9,87 á dögunum.
„Ég var að hugsa of mikið um byrjunina. Yfir allt var þetta allt í lagi, ég notaði ekki af mikla orku. Ég er aðeins að reyna að klára dæmið," sagði Bolt við fjölmiðla.
Gatlin var ánægðari en Bolt og er spenntur fyrir undanúrslitahlaupinu: „Ég hef lagt mikið á mig fyrir þetta hlaup. Þetta snýst ekki um mig, þetta er um 100 metrana og að keppa eitt mest spennandi hlaupið við Usain Bolt - það er heiður."
Undanúrslitahlaupið fer fram síðar í dag, en Vísir mun fylgjast vel með mótinu.
Gatlin og Bolt í auðveldlega í undanúrslit
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn


Tryllt eftirspurn eftir miðum
Körfubolti





Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana
Íslenski boltinn

Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur
Íslenski boltinn