Kínakrisa á Íslandi Stjórnarmaðurinn skrifar 26. ágúst 2015 12:00 Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun