Eyjólfur: Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2015 06:30 Eyjólfur Sverrisson, þjálfari íslenska 21 árs landsliðsins. Vísir/Anton Brink „Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
„Stemmingin í hópnum er góð, við erum gríðarlega spenntir fyrir þessum tveimur leikjum sem framundan eru,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs karla í fótbolta í gær er leikmannahópur liðsins var tilkynntur fyrir leiki gegn Frakklandi og Norður-Írlandi. „Við erum að fara að spila gegn gríðarlega sterku liði Frakklands sem inniheldur leikmenn sem eru að spila reglulega í stærstu deildum heims, bæði á Spáni, Englandi og í Frakklandi. Þetta eru allt byrjunarliðsleikmenn og þetta er gríðarlega öflugt lið sem við verðum að gæta okkur á.“ Mismunandi leikir Ljóst er að íslenska liðið fer með mismunandi leikáætlanir inn í leikina. Gera má ráð fyrir að íslenska liðið reyni að sitja aftar gegn Frökkum en reyni að sækja á Norður-Írana. Aðeins tvö ár eru síðan hluti þessa leikmannahóps var hluti af sigurliði Frakklands á HM U20 ára í Tyrklandi. „Þetta verða báðir erfiðir leikir en ólíkir. Frakkarnir eru svakalega góðir á bolta, þeir urðu heimsmeistarar fyrir aðeins tveimur árum svo þetta er gott og verðugt verkefni fyrir strákana að sjá hvar þeir eru staddir. Við þurfum eflaust að verjast meira gegn þeim og sækja á vörn Norður-Íranna í leiknum gegn þeim.“ Eyjólfur sagðist ætla að berja trú í leikmenn sína og minnti á að fyrir ekki svo löngu síðan unnu þáverandi leikmenn hans frábæran 4-1 sigur á Þýskalandi í Kaplakrika. Þrír af leikmönnum þýska liðsins þann dag voru hluti af leikmannahóp Þýskalands á heimsmeistaramótinu síðasta sumar en auk þess hafa fjölmargir leikið leik fyrir þýska landsliðið. „Við höfum sýnt það áður að við getum gert allt ef trúin er til staðar. Gott dæmi um það var þegar við unnum Þjóðverja í Kaplakrika þar sem verðandi Heimsmeistarar léku. Það sýndi hvað trúin getur gert mikið fyrir leik liðs. Markmiðið er að búa til leikmenn sem hafa trú á því sem þeir eru að gera og markmiðið er að vinna alla leiki.“ Ísland vann 3-0 sigur á Makedóníu í fyrsta leik en Eyjólfur á von á því að efstu liðin eigi eftir að taka stig af hvor öðru. Sagðist hann ekki vera viss hvort 2. sæti í riðlinum nægði til þess að komast í umspil í ljósi þess. „Við erum í það sterkum riðli að ég held að það gæti vel orðið svo að aðeins eitt lið kæmist áfram. Úkraína, Skotland, Frakkland, Makedónía og við munum skiptast á að taka stig af hvorum öðrum sem gerir það að verkum að það verður erfitt að ná þeim stigafjölda sem þarf til þess að ná umspilssæti. Það verður erfitt að ná því svo ég geri ráð fyrir að við þurfum að vinna riðilinn til þess að komast í lokakeppnina,“ sagði Eyjólfur sem sagði töluverðan létti að hafa unnið fyrsta leik í riðlinum. „Það var frábær sigur. Makedónar segja að þetta sé gullkynslóð þeirra og þeir voru afar sigurvissir fyrir leikinn en við sýndum í þeim leik að við erum með öflugt lið og ætlum langt í þessari keppni. Það var jákvætt að sjá hugarfar leikmannana minna í þeim leik því markmiðið er að vinna alla leiki á heimavelli.“
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira