YouTube-spjótkastarinn sem sló í gegn í Peking Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2015 10:30 Yego grýtti spjótinu 92,72 metra. vísir/getty Julius Yego er ein af stjörnum HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í Peking í Kína. Þessi 26 ára Kenýumaður bar sigur úr býtum í spjótkastskeppninni en hann kastaði spjótinu 92,72 metra. Þetta er lengsta kast ársins og jafnframt lengsta kast í greininni í 14 ár. Í gær skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir, fulltrúi Íslands í spjótkastskeppni kvenna á HM, á Facebook-síðu sína að þetta tröllakast Yego hafi veitt henni innblástur. Ásdís keppir í spjótkastinu á morgun. Yego, sem er aðeins 1,75 metrar á hæð, náði þessu ótrúlega kasti í þriðju tilraun en fyrir hana var hann í 8. sæti af 12 keppendum. Þetta tröllakast var tæpum fjórum metrum lengra en næstlengsta kastið sem Egyptinn Ihab El-Sayed átti. „Ég glímdi við alvarleg meiðsli og hélt að ég myndi ekki geta keppt í Peking. Mjög fáir íþróttamenn hafa gert það sem ég hef gert,“ sagði Yego sem hafði lengst kastað 91,39 metra fyrir HM.Yego starfaði áður sem lögreglumaður í heimalandinu.vísir/gettyYego segist hafa verið duglegur að horfa á myndbönd af frægum spjótkösturum, eins og heimsmethafanum Jan Zelezný og Norðmanninum Andreas Thorkildsen, á YouTube til að þróa tækni sína. „Það mun ekki koma annar YouTube-íþróttamaður fram á sjónarsviðið,“ sagði Yego sem var að vonum ánægður með kastið sitt. „Mig langar að fara og horfa aftur á kastið mitt, það var nánast fullkomið.“ Yego, sem starfaði áður sem lögreglumaður, æfir undir handleiðslu Finnans Petteri Piironen og hefur bætt sig jafnt og þétt síðustu ár. Yego lenti í 12. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og ári seinna rétt missti hann af bronsverðlaunum á HM í Moskvu. Í fyrra vann hann svo sigur í spjótkastskeppninni á Samveldisleikunum í Glasgow í Skotlandi þegar hann kastaði 83,87 metra. Ári seinna er hann kominn á toppinn í greininni og það er spurning hvort hann geri atlögu að heimsmeti Zeleznýs (98,48 metrar) á næstu misserum.Heimsmethafinn Jan Zelezný Frjálsar íþróttir Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sjá meira
Julius Yego er ein af stjörnum HM í frjálsum íþróttum sem fer nú fram í Peking í Kína. Þessi 26 ára Kenýumaður bar sigur úr býtum í spjótkastskeppninni en hann kastaði spjótinu 92,72 metra. Þetta er lengsta kast ársins og jafnframt lengsta kast í greininni í 14 ár. Í gær skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir, fulltrúi Íslands í spjótkastskeppni kvenna á HM, á Facebook-síðu sína að þetta tröllakast Yego hafi veitt henni innblástur. Ásdís keppir í spjótkastinu á morgun. Yego, sem er aðeins 1,75 metrar á hæð, náði þessu ótrúlega kasti í þriðju tilraun en fyrir hana var hann í 8. sæti af 12 keppendum. Þetta tröllakast var tæpum fjórum metrum lengra en næstlengsta kastið sem Egyptinn Ihab El-Sayed átti. „Ég glímdi við alvarleg meiðsli og hélt að ég myndi ekki geta keppt í Peking. Mjög fáir íþróttamenn hafa gert það sem ég hef gert,“ sagði Yego sem hafði lengst kastað 91,39 metra fyrir HM.Yego starfaði áður sem lögreglumaður í heimalandinu.vísir/gettyYego segist hafa verið duglegur að horfa á myndbönd af frægum spjótkösturum, eins og heimsmethafanum Jan Zelezný og Norðmanninum Andreas Thorkildsen, á YouTube til að þróa tækni sína. „Það mun ekki koma annar YouTube-íþróttamaður fram á sjónarsviðið,“ sagði Yego sem var að vonum ánægður með kastið sitt. „Mig langar að fara og horfa aftur á kastið mitt, það var nánast fullkomið.“ Yego, sem starfaði áður sem lögreglumaður, æfir undir handleiðslu Finnans Petteri Piironen og hefur bætt sig jafnt og þétt síðustu ár. Yego lenti í 12. sæti á Ólympíuleikunum í London 2012 og ári seinna rétt missti hann af bronsverðlaunum á HM í Moskvu. Í fyrra vann hann svo sigur í spjótkastskeppninni á Samveldisleikunum í Glasgow í Skotlandi þegar hann kastaði 83,87 metra. Ári seinna er hann kominn á toppinn í greininni og það er spurning hvort hann geri atlögu að heimsmeti Zeleznýs (98,48 metrar) á næstu misserum.Heimsmethafinn Jan Zelezný
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Eigandi Cowboys gerir stjörnurnar sínar brjálaðar Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Víðir fór holu í höggi Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sjá meira