Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin högnuðust um 22 milljarða í fyrra ingvar haraldsson skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Ásbjörn RE í Reykjavíkurhöfn. HB Grandi hyggst leggjast í endurnýjun skipaflotans fyrir 14 milljarða króna með fimm nýjum skipum. vísir/gva Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji, þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, högnuðust samtals um 22 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður Samherja var mestur, eða rúmir 11 milljarðar króna, en um helmingur starfsemi Samherja er á erlendri grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu nema 1,4 milljörðum króna. Síldarvinnslan hagnaðist næstmest, eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins meira en árið 2013 þegar hagnaður var 5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 21,4 milljörðum króna og rekstrargjöld 14,1 milljarði. HB Grandi hagnaðist um 5,3 milljarða króna á gengi dagsins í dag, en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta árs. HB Grandi hefur einnig skilað uppgjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4 milljarða á fyrri hluta ársins 2014. Öll félögin gera erfiðar útflutningshorfur í uppsjávarafurðum að umtalsefni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan frestaði arðgreiðslum vegna innflutningsbanns Rússa en um 40 prósent uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins vegna innflutningsbannsins verði 1,5 til 2 milljarðar króna. Samherji segist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan sé ástandið fyrir uppsjávarafurðir í Úkraínu erfitt og útflutningur hafi dregist mikið saman. Þá hafi annað olíuútflutningsríki, Nígería, komið á innflutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts. Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Samherji hyggst kaupa sex ný fiskiskip sem kosta eiga nærri 25 milljarða. Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur skip í Tyrklandi til viðbótar við togarann Venus sem kom til landsins í vor. Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða króna. Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnarfirði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðisfirði. Auk þess keypti Síldarvinnslan nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi og reisti þúsund fermetra hús sem lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu félagsins. Tengdar fréttir Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Sjávarútvegur HB Grandi, Síldarvinnslan og Samherji, þrjú af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, högnuðust samtals um 22 milljarða króna á síðasta ári. Hagnaður Samherja var mestur, eða rúmir 11 milljarðar króna, en um helmingur starfsemi Samherja er á erlendri grundu. Arðgreiðslur til hluthafa munu nema 1,4 milljörðum króna. Síldarvinnslan hagnaðist næstmest, eða um 6 milljarða króna, sem er aðeins meira en árið 2013 þegar hagnaður var 5,6 milljarðar. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 21,4 milljörðum króna og rekstrargjöld 14,1 milljarði. HB Grandi hagnaðist um 5,3 milljarða króna á gengi dagsins í dag, en félagið gerir upp í evrum. Fyrirtækið greiddi 2,7 milljarða í arð vegna síðasta árs. HB Grandi hefur einnig skilað uppgjöri vegna fyrri hluta ársins 2015 en hagnaðurinn ríflega tvöfaldast milli ára. Hagnaðurinn var 3,2 milljarðar á fyrri hluta þessa árs samanborið við 1,4 milljarða á fyrri hluta ársins 2014. Öll félögin gera erfiðar útflutningshorfur í uppsjávarafurðum að umtalsefni í uppgjöri sínu. Síldarvinnslan frestaði arðgreiðslum vegna innflutningsbanns Rússa en um 40 prósent uppsjávarafurða Síldarvinnslunnar hafa verið flutt til Rússlands. HB Grandi gerir ráð fyrir að tap fyrirtækisins vegna innflutningsbannsins verði 1,5 til 2 milljarðar króna. Samherji segist hafa flutt út afurðir fyrir á fimmta milljarð til Rússlands í fyrra. Þess utan sé ástandið fyrir uppsjávarafurðir í Úkraínu erfitt og útflutningur hafi dregist mikið saman. Þá hafi annað olíuútflutningsríki, Nígería, komið á innflutningsbanni vegna gjaldeyrisskorts. Fyrirtækin hyggja öll á eða hafa lagt í umtalsverðar fjárfestingar. Samherji hyggst kaupa sex ný fiskiskip sem kosta eiga nærri 25 milljarða. Þá hyggst HB Grandi láta smíða fjögur skip í Tyrklandi til viðbótar við togarann Venus sem kom til landsins í vor. Alls eiga skipin að kosta 14 milljarða króna. Síldarvinnslan lagði í tíu milljarða fjárfestingu í fyrra. Fyrirtækið keypti aflaheimildir frá Stálskipum í Hafnarfirði og hlutabréf í Gullbergi á Seyðisfirði. Auk þess keypti Síldarvinnslan nýtt uppsjávarveiðiskip frá Noregi og reisti þúsund fermetra hús sem lið í uppbyggingu í uppsjávarvinnslu félagsins.
Tengdar fréttir Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37 Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02 HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49 Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Síldarvinnslan frestar arðgreiðslum vegna óvissu Ákvörðunin tekin á aðalfundi fyrirtækisins í dag. 19. ágúst 2015 15:37
Hagnaður Síldarvinnslunnar sex milljarðar á síðasta ári Fyrirtækið greiddi tæpan milljarð í veiðigjöld. 19. ágúst 2015 18:02
HB Grandi sér fram á tekjutap Á síðasta ári námu tekjur félagsins vegna viðskipta við Rússland um 36 milljónum evra. 13. ágúst 2015 13:49
Samherji hagnaðist um ellefu milljarða í fyrra Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir ærin verkefni framundan í markaðsvinnu vegna uppsjávarafurðum. 28. ágúst 2015 14:23