Þá segir hún það í „skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum. Bjarkey vill skoða hvort ekki sé hægt að taka á móti fleiri, ekki síst í ljósi þess hversu mörg sveitarfélög hafa lýst yfir áhuga á að taka á móti flóttamönnum.
Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vekur einnig máls á flóttamannavandanum á Facebook-síðu sinni í dag. Þar segir hún að henni finnist það framlag sem stjórnvöld hafa kynnt „alltof rýrt og eiginlega til skammar fyrir okkur sem þjóð. Kannski væri tíföld sú tala nær lagi.“