Byggingarkostnaður 170 milljónum hærri en fasteignamat Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2015 13:17 MYND/VÍSIR Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmylla sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða tvær tilraunavindmyllur sem settar voru upp í febrúar 2013. Byggingakostnaðurinn við vindmyllurnar var um 170 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fasteignamati. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur því ákveðið að kæra ákvörðum þjóðskrár um fasteignamatið. „Þetta er bara eingöngu vegna þess að við ætlum að fá raunvirði á vindmyllurnar. Þetta er ekki spurningin um hvort þetta sé rétt eða rangt. Það hefur ekki verið dæmt í þessu og við viljum bara fá úrskurð fasteignamatsnefndar um hvort rétt mat sé á vindmyllunum“, segir Björgvin Skafti Bjarnason, sveitarstjóri Skeiða - og Gnúpverjahrepps. Í rökstuðningi fyrir fasteignamati vindmyllanna telur Landsvirkjun að myllan sjálf teljist til búnaðar sem sé undanskilin fasteignamati, og því ætti aðeins 20% masturssins og steyptar undirstöður að teljast inn í eignamatið. Björgvin Skafti segir að málið verði fordæmisgefandi fyrir vindmyllur sem kunna að rísa á Íslandi, en sveitarstjórnir hafa ekki áður gert athugasemdir við röksemdir Landsvirkjunar á hvernig fasteignamati vindmyllna er háttað. „Þetta eru nú fyrstu tvær vindmyllurnar sem eru settar í fasteignamat. Síðan eru tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem ég er nú reyndar ekki alveg klár á hvort að sé búið að meta. En planið er að setja upp 80 vindmyllur og það verður horft til þess hvernig þessar vindmyllur eru metnar og aðrar metnar útfrá því,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason. Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða -og Gnúpverjahrepps ætlar að kæra Þjóðskrá vegna ákvörðunar um fasteignamat tveggja vindmylla sem standa við Búrfell. Byggingarkostnaður var metin á þrjátíu milljónir en reyndist vera 200 milljónir. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag, en um er að ræða tvær tilraunavindmyllur sem settar voru upp í febrúar 2013. Byggingakostnaðurinn við vindmyllurnar var um 170 milljónum meiri en gert var ráð fyrir í fasteignamati. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur því ákveðið að kæra ákvörðum þjóðskrár um fasteignamatið. „Þetta er bara eingöngu vegna þess að við ætlum að fá raunvirði á vindmyllurnar. Þetta er ekki spurningin um hvort þetta sé rétt eða rangt. Það hefur ekki verið dæmt í þessu og við viljum bara fá úrskurð fasteignamatsnefndar um hvort rétt mat sé á vindmyllunum“, segir Björgvin Skafti Bjarnason, sveitarstjóri Skeiða - og Gnúpverjahrepps. Í rökstuðningi fyrir fasteignamati vindmyllanna telur Landsvirkjun að myllan sjálf teljist til búnaðar sem sé undanskilin fasteignamati, og því ætti aðeins 20% masturssins og steyptar undirstöður að teljast inn í eignamatið. Björgvin Skafti segir að málið verði fordæmisgefandi fyrir vindmyllur sem kunna að rísa á Íslandi, en sveitarstjórnir hafa ekki áður gert athugasemdir við röksemdir Landsvirkjunar á hvernig fasteignamati vindmyllna er háttað. „Þetta eru nú fyrstu tvær vindmyllurnar sem eru settar í fasteignamat. Síðan eru tvær vindmyllur í Þykkvabæ sem ég er nú reyndar ekki alveg klár á hvort að sé búið að meta. En planið er að setja upp 80 vindmyllur og það verður horft til þess hvernig þessar vindmyllur eru metnar og aðrar metnar útfrá því,“ segir Björgvin Skafti Bjarnason.
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira