Hjúkrunarfræðingar fella niður dómsmál gegn ríkinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2015 11:10 Hjúkrunarfræðingar fengu að vita ný launakjör sín á föstudaginn með úrskurði Gerðardóms. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags íslenskrar hjúkrunarfræðinga hefur tekið þá ákvörun að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíh. Vísað er í dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bandalags háskólamanna sem höfðað hafði mál af sömu lagasetningu og hjúkrunarfræðingar. Deilurnar fóru fyrir Gerðardóm sem úrskurðaði í kjaradeilu BHM og Fíh við ríkið. Telur stjórn Fíh ljóst að áframhaldandi rekstur dómsmáls gegn ríkinu myndi ekki skila þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar málið var höfðað. „Stjórn Fíh taldi ýmis veigamikil atriði í málatilbúnaði félagsins gegn ríkinu vera frábrugðin því sem tekist var á um í dómsmáli BHM og styðja dómkröfur Fíh, m.a. hversu stutt verkfallsaðgerðir Fíh höfðu staðið yfir, fjöldi sáttafunda aðila, fjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga á undanþágulista og fjölda samþykktra undanþága í verkfallinu,“ segir í tilkynningu frá Fíh. Þar segir að málatilbúnaður Fíh hafi verið byggður á mörgum af sömu efnisrökum og tekist var um í dómsmáli BHM. „Telja verður ljóst af forsendum í dómi Hæstaréttar, að rétturinn fellst ekki á flestar af þeim röksemdum sem haldið hefur verið á lofti af hálfu stéttarfélaganna. Samkvæmt dóminum telur Hæstiréttur að staða kjaradeilu aðila og önnur atvik séu með þeim hætti að réttlætanlegt hafi verið fyrir ríkið að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þegar af þeirri ástæðu telur stjórn Fíh sýnt að áframhaldandi rekstur dómsmáls þess gegn ríkinu muni ekki skila félaginu og félagsmönnum þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar dómsmálið var höfðað.“ Stjórn Fíh lýsir yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Hæstaréttar að telja ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með lagasetningu af því tagi sem Fíh þurfti að þola. „Að teknu tilliti til atvika sl. mánuði og dóms Hæstaréttar, leikur að mati Fíh vafi á því hvort sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum er ætlað.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Stjórn Félags íslenskrar hjúkrunarfræðinga hefur tekið þá ákvörun að fella niður dómsmál það sem félagið hefur höfðað gegn íslenska ríkinu í tengslum við lagasetningu á verkfall hjúkrunarfræðinga sem starfa á ríkinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fíh. Vísað er í dóm Hæstaréttar í síðustu viku þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu Bandalags háskólamanna sem höfðað hafði mál af sömu lagasetningu og hjúkrunarfræðingar. Deilurnar fóru fyrir Gerðardóm sem úrskurðaði í kjaradeilu BHM og Fíh við ríkið. Telur stjórn Fíh ljóst að áframhaldandi rekstur dómsmáls gegn ríkinu myndi ekki skila þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar málið var höfðað. „Stjórn Fíh taldi ýmis veigamikil atriði í málatilbúnaði félagsins gegn ríkinu vera frábrugðin því sem tekist var á um í dómsmáli BHM og styðja dómkröfur Fíh, m.a. hversu stutt verkfallsaðgerðir Fíh höfðu staðið yfir, fjöldi sáttafunda aðila, fjölda stöðugilda hjúkrunarfræðinga á undanþágulista og fjölda samþykktra undanþága í verkfallinu,“ segir í tilkynningu frá Fíh. Þar segir að málatilbúnaður Fíh hafi verið byggður á mörgum af sömu efnisrökum og tekist var um í dómsmáli BHM. „Telja verður ljóst af forsendum í dómi Hæstaréttar, að rétturinn fellst ekki á flestar af þeim röksemdum sem haldið hefur verið á lofti af hálfu stéttarfélaganna. Samkvæmt dóminum telur Hæstiréttur að staða kjaradeilu aðila og önnur atvik séu með þeim hætti að réttlætanlegt hafi verið fyrir ríkið að grípa inn í deiluna með lagasetningu. Þegar af þeirri ástæðu telur stjórn Fíh sýnt að áframhaldandi rekstur dómsmáls þess gegn ríkinu muni ekki skila félaginu og félagsmönnum þeirri niðurstöðu sem vænst var þegar dómsmálið var höfðað.“ Stjórn Fíh lýsir yfir vonbrigðum með þá niðurstöðu Hæstaréttar að telja ríkisvaldinu heimilt sem samningsaðila í kjaradeilu og handhafa löggjafarvalds að svipta stéttarfélög samnings- og verkfallsrétti með lagasetningu af því tagi sem Fíh þurfti að þola. „Að teknu tilliti til atvika sl. mánuði og dóms Hæstaréttar, leikur að mati Fíh vafi á því hvort sá samninga- og verkfallsréttur njóti í reynd þeirrar stjórnarskrárverndar sem honum er ætlað.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Almenn ánægja með úrskurð gerðardóms Gerðardómur kvað upp úrskurð sinn í kjaradeilum BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í gær 15. ágúst 2015 07:00
Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00