Sjálfskapaður vítahringur Seðlabankans skjóðan skrifar 19. ágúst 2015 07:00 Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Í dag birtir Seðlabankinn vaxtaákvörðun. Greiningardeildir bankanna búast við 50 punkta hækkun og Seðlabankinn hefur sjálfur lofað/hótað bröttu vaxtahækkunarferli í kjölfar kjarasamninga sem gerðir voru í vor. Fjármálaráðherra hefur varað Seðlabankann við því að hækka vexti um of og beint því til bankans að hann taki tillit til vaxtastigs í okkar nágranna- og viðskiptalöndum við vaxtaákvarðanir. Seðlabankinn ætti að íhuga orð ráðherrans vandlega. Það er staðreynd að Seðlabanki Íslands hefur haldið vöxtum hér á landi margföldum á við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar allt frá hruni. Raunar var svimandi hávaxtastefna einnig rekin hér fyrir hrun með skelfilegum afleiðingum. Íslenskir ofurvextir drógu hingað áhættusækna spákaupmenn sem stunduðu svonefnd vaxtamunarviðskipti (e. carry-trade), sem felast í því að peningar eru teknir að láni í lágvaxtamynt og fjárfestir í hávaxtamynt. Nú munu vaxtamunarspákaupmenn vera mættir á svæðið á nýjan leik. Seðlabankinn hefur fagnað því sem bendir til að þar á bæ þjáist menn af því, sem kennt hefur verið við gullfiskaminni. Ein ástæða þess að Seðlabanki Íslands hefur rekið hávaxtastefnu í gegnum alvarlegustu fjármálakreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum á lýðveldistímanum er að vextir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins. Seðlabankavextir hafa lítil sem engin áhrif á kostnað við verðtryggðar lánaskuldbindingar til skemmri tíma og raunar mjög takmörkuð áhrif til lengri tíma. Þar sem vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa einungis áhrif á hluta peningakerfisins, eða þann óverðtryggða, telur bankinn sig þurfa að halda vöxtum hærri en ella og breyta þeim í stærri stökkum en tíðkast í öðrum löndum, sem ekki menga sitt peningakerfi með verðtryggðum lánum til heimila og fyrirtækja. Akkilesarhæll þessarar peningastefnu Seðlabankans er að þegar vöxtum er haldið svimandi háum á óverðtryggðum lánaskuldbindingum ýtir peningastefnan heimilum og fyrirtækjum í lántökur í verðtryggðri krónu, sem aftur dregur úr áhrifum vaxtaákvarðana Seðlabankans. Þannig hefur hávaxtastefna Seðlabankans leitt bankann og hagkerfið inn í sjálfskapaðan vítahring ofurvaxta, sem grefur undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Fjármagnskostnaður íslenskra fyrirtækja er margfalt hærri en fyrirtækja í nágrannalöndum. Hár vaxtakostnaður heimila í landinu veldur því að húsnæðiskostnaður íslensks almennings er miklum mun hærri en þekkist meðal annarra þjóða. Þessi mikli kostnaður kallar á hærri laun en ella, sem aftur eykur kostnað fyrirtækja og dregur úr samkeppnishæfni þeirra. Verðtrygging og hávaxtastefna eykur verðbólguþrýsting í hagkerfinu. Atvinnulífið og heimilin í landinu gætu ekki fengið betri fréttir í dag en að Seðlabankinn gefi til kynna að hann geri sér grein fyrir því hverjar raunverulegar afleiðingar hávaxtastefnu hans eru og hann muni bæta ráð sitt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira