Álver í Húnavatnssýslu myndi lyfta grettistaki Kristján Már Unnarsson skrifar 5. ágúst 2015 20:56 Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“ Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra segjast einbeittir í því að kanna til hlítar möguleika á álveri við Skagaströnd. Þeir ætlast til þess að Alþingi standi við eigin samhljóða þingsályktun um að orka Blönduvirkjunar nýtist til atvinnusköpunar í héraði. Það var í byrjun sumars sem áform voru kynnt um byggingu álvers á jörðinni Hafursstöðum en kínverskt fyrirtæki hefur undirritað viljayfirlýsingu um fjármögnun þess. Viðbrögðin í opinberri umræðu hafa verið fremur neikvæð. Því er meðal annars haldið fram að Ísland þurfi ekki fleiri álver, ekki sé til orka í nýtt álver og að svona lítið álver muni ekki borga sig. Þegar Adolf Berndsen, formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, er spurður hvort ekkert annað en álver komi til greina svarar hann að eflaust komi margt til greina. Hann vísar til Húsavíkur þar sem stefnt var á álver en niðurstaðan hafi orðið annar iðnaðarkostur. „Það kann vel að vera að þetta verkefni breytist í tímans rás en við erum einbeittir í því í dag að vinna þetta verkefni áfram og fá niðurstöðu í það hversu raunhæft þetta verkefni er,“ svarar Adolf.Frá Hafursstöðum milli Blönduóss og Skagastrandar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Ljóst er að orkuöflun verður lykilatriði. Adolf segir að rætt hafi verið við forsvarsmenn Landsvirkjunar án þess að formleg viðbrögð hafi komið fram. Málin séu í skoðun. Adolf, sem er oddviti Skagastrandar, segir samdrátt hafa orðið í sjávarútvegi og landbúnaði á svæðinu og þar hafi ekki orðið álíka uppbygging ferðaþjónustu eins og víða annarsstaðar. Undanhald muni halda áfram ef ekkert nýtt komi til. „Við værum auðvitað ekki að þessu ef við teldum að þetta væri tóm steypa. Þetta svæði hér hefur átt við mikla erfiðleika að etja undanfarin ár. Það hefur verið veruleg fólksfækkun á öllu norðvestursvæðinu og við hljótum að spyrja okkur hvernig við ætlum að láta þetta svæði þróast áfram. Hér kemur fjárfestir sem sýnir áhuga á þessu svæði,“ segir Adolf og kveðst ekki í vafa um að álver hefði gríðarleg áhrif.Fyrirhugað álver á Hafursstöðum.„Þarna er talað um 200 störf og 200 afleidd störf. Það myndi skipta verulegu máli og lyfta hér grettistaki.“ Adolf minnir á þingsályktun frá árinu 2014 um eflingu atvinnulífs og sköpun nýrra starfa á Norðurlandi vestra með nýtingu raforku Blönduvirkjunar. Ályktunin hlaut samhljóða samþykki Alþingis. „En það er ekki nóg að það séu orð og samþykktir. Það verða að vera aðgerðir.“
Alþingi Tengdar fréttir Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04 Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30 Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Kínverskt fyrirtæki reiðir fram fé til byggingar álvers í Skagabyggð 120 þúsund tonna álver mun rísa við Hafursstaði. Forsætisráðherra viðstaddur undirritun viljayfirlýsingar. 2. júlí 2015 11:04
Vilja álver vegna jákvæðra áhrifa á Grundartanga og Reyðarfirði Hafinn er undirbúningur álvers á Norðurlandi vestra, milli Blönduóss og Skagastrandar. 12. júní 2015 19:30
Vill ekki sjá álver á Skagaströnd: „Þeim er ekki sjálfrátt, vesalings aumingjunum“ 120 þúsund tonna álver á fyrirhuguðu iðnaðarsvæði við Hafursstaði í Skagabyggð er umdeilt framkvæmd. 7. júlí 2015 11:25