Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 09:15 Craig Pedersen stýrir æfingu landsliðsins í gær. vísir/andri marinó „Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
„Það er gott að við séum loksins komnir af stað,“ sagði glaðbeittur Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfubolta, við Vísi rétt eftir að hann kom æfingu liðsins af stað í Ásgarði í Garðabæ í gær. Pedersen og aðstoðarmenn hans; Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson, hafa nú sex vikur til að undirbúa íslenska liðið fyrir stóru stundina í Berlín 5. september þegar EM hefst. Þar verður Ísland í fyrsta sinn í sögunni.Æfingahópurinn var tilkynntur í gær rétt fyrir fyrstu æfinguna, en í honum eru allir af sterkustu leikmönnum þjóðarinnar. Jón Anór Stefánsson fær þó nokkurra daga hvíld til viðbótar. Síðasta verkefni landsliðsins voru Smáþjóðaleikarnir þar sem strákarnir höfnuðu í öðru sæti eftir tap gegn Svartfjallalandi í úrslitaleik.Ragnar Nathanaelsson, Haukur Helgi Pálsson og Martin Hermansson léttir á æfingunni í gær.vísir/andri marinóÍslenskir leikmenn leggja mikið á sig „Við erum mikið búnir að vera að hugsa eftir þann leik. Þar var gott að sjá hvað við gátum gert vel og hvað við áttum í vandræðum með gegn jafn stóru og sterku liði. Ég hafði um ýmislegt hugsa eftir þann leik,“ sagði Pedersen. Elvar Már Friðriksson gefur ekki kost á sér í hópinn að þessu sinni en vonin er enn á lífi um að Kristófer Acox verði með. „Hann verður samt að mæta á æfingu og vinna sér inn sæti,“ sagði Pedersen, en aðeins tólf leikmenn fara með til Berlínar. Alls voru 21 leikmaður valdir í æfingahópinn. Baráttan um sætin í EM-hópnum verður væntanlega rosaleg á æfingum liðsins enda vilja allir taka þátt í þessu ævintýri. Pedersen hefur þó engar áhyggjur að sjóða muni upp úr. „Ég býst ekki við að menn verði of heitir. Íslenskir körfuboltamenn leggja alltaf gríðarlega mikið á sig og það breytist ekkert. Það er eitt af því sem ég var svo hrifinn þegar ég tók fyrst við liðinu,“ sagði Pedersen. „Ég býst bara við að þetta verði eins núna. Þessir strákar leggja sig alltaf alla fram enda verða þeir að gera það þar sem þeir hafa ekki hæðina til dæmis í baráttu við bestu leikmenn heims.“Æfingahópurinn sem berst um sæti á EM.vísir/andri marinóKeyrum okkur í gang ef við töpum Ísland dróst í dauðariðilinn á EM og spilar þar á móti Þýskalandi, Ítalíu, Serbíu, Tyrklandi og Spáni. Þessar þjóðir eru allar mun betri en Ísland og því þarf að hugsa út fyrir kassann. „Við munum spila fast, leggja okkur alla fram og spila til að vinna. Við verðum að pæla mikið í taktík og hvernig við ætlum að fara upp á móti þessum stóru og sterku liðum. Við þurfum að gera eitthvað öðruvísi og sú er pælingin.“ Búast má við að róðurinn verði þungur fyrir íslenska liðið í Berlín, en Pedersen er ekkert að undirbúa liðið fyrir að tapa. Liðið spilar æfingaleiki í sumar gegn Hollandi, Eistlandi, Ísrael, Póllandi, Belgíu og Líbanon og er stefnan tekin á að spila af krafti í öllum leikjum. „Við erum ekkert að pæla í því hvernig það verður ef okkur gengur illa. Eitt af markmiðunum er að spila af krafti og vel gegn öllum liðunum í sumar því þau eru öll mjög góð,“ segir Pedersen. „Við megum ekkert dvelja við hlutina í sumar. Ef við töpum gegn Þýskalandi í fyrsta leik á EM megum við ekkert hugsa um það lengi.“ „Ef það gerist hefur það bara áhrif á næsta leik. Ef illa fer í einhverjum leik verðum við bara að gleyma því og keyra okkur í gang fyrir næsta leik,“ sagði Pedersen.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira