Emil Atlason er á leið í Val samkvæmt heimildum Vísis, líkt og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, staðfesti við 433.is í dag.
Emil sem er samningsbundinn KR fer á láni til Vals út tímabilið en hann hefur verið í viðræðum við lið í Pepsi-deildinni undanfarnar vikur, meðal annars Fylki.
Hann hefur ekki leikið með KR á þessu tímabili en hann var sagður vera á förum frá félaginu síðasta sumar. Emil fór á láni til Preußen Münster í þýsku C-deildinni í vetur en hann lék aðeins fjóra leiki á þeim tíma.
Emil Atlason að ganga til liðs við Val

Tengdar fréttir

Emil í viðræðum við Fylki
Emil Atlason er kominn aftur í KR en gæti leitað fyrir sér annars staðar á síðari hluta tímabilsins.

Hvað eiga liðin í Pepsi-deildinni að gera í glugganum?
Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins.