Jakob: Skiptir ekki öllu máli þó að ég hafi tekið mér frí eitt sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 14:00 Jakob Örn Sigurðarson einbeittur á æfingu liðsins í Ásgarði fyrr í vikunni. vísir/andri marinó Jakob Örn Sigugurðarson, landsliðsmaður í körfubolta, var ekki með íslenska liðinu í fyrra þegar það vann sér inn sæti á EM 2015. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ sagði Jakob við Vísi um ákvörðun sína í byrjun júlí á síðasta ári.Sjá einnig:Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Hann missti af einu mesta ævintýri íslenska landsliðsins þegar það vann Bretlands tvívegis og tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jakob sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári þegar hann tók þátt í Smáþjóðaleikunum. Það var aldrei spurning í hans huga um að vera með aftur. „Mig langaði alltaf að vera með og koma aftur inn í þetta. Mig hlakkaði bara til,“ sagði Jakob Örn við Vísi á fyrstu æfingu liðsins fyrr í vikunni.Jakob Örn var í silfurliði Íslands á Smáþjóðaleikunum.vísir/andri marinóMaður á að hugsa um þetta Jakob segir alla hafa sýnt fullan skilning á því að hann vildi taka sér stutt frí frá landsliðinu. „Það var fullur skilningur á því. Það er ekki eins og ég hafi verið í burtu í langan tíma. Ég er búinn að vera í landsliðinu í tóf ár og frí eitt sumar ætti nú ekki að skipta öllu máli. Það hafa margir gert það,“ sagði Jakob.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Það er ekki eins og ég sé eitthvað nýr í þessu. Hér eru leikmenn sem ég hef spilað með í langan tíma og þekki vel.“ Skotbavörðurinn öflugi kveðst mjög spenntur fyrir þessu stóra verkefni landsliðsins, en liðið verður nú meira og minna saman í sex vikur fram að móti og spilar meðal annars á tveimur æfingamótum. „Það er rosalega gaman að hitta alla aftur. Maður er búinn að bíða eftir þessu síðan Smáþjóðaleikarnir enduðu, að byrja svona alvöru undirbúning,“ sagði Jakob. „Spennan eykst mikið með hverjum deginum. Því nær sem dregur hugsar maður meira um þetta. Það er líka bara gott. Maður á að hugsa um þetta því þetta er eitthvað sem maður fer í gegnum bara einu sinni á ferlinum,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Jakob Örn Sigugurðarson, landsliðsmaður í körfubolta, var ekki með íslenska liðinu í fyrra þegar það vann sér inn sæti á EM 2015. „Mér finnst löngunin ekki 100 prósent til staðar. Þá finnst mér ekki rétt gagnvart hinum strákunum og KKÍ að vera með. Ef ég ætla ekki að vera með af fullum krafti er betra að velja einhvern annan,“ sagði Jakob við Vísi um ákvörðun sína í byrjun júlí á síðasta ári.Sjá einnig:Jón Arnór: Yrði afrek að vinna einn leik á EM Hann missti af einu mesta ævintýri íslenska landsliðsins þegar það vann Bretlands tvívegis og tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn. Jakob sneri aftur í landsliðið fyrr á þessu ári þegar hann tók þátt í Smáþjóðaleikunum. Það var aldrei spurning í hans huga um að vera með aftur. „Mig langaði alltaf að vera með og koma aftur inn í þetta. Mig hlakkaði bara til,“ sagði Jakob Örn við Vísi á fyrstu æfingu liðsins fyrr í vikunni.Jakob Örn var í silfurliði Íslands á Smáþjóðaleikunum.vísir/andri marinóMaður á að hugsa um þetta Jakob segir alla hafa sýnt fullan skilning á því að hann vildi taka sér stutt frí frá landsliðinu. „Það var fullur skilningur á því. Það er ekki eins og ég hafi verið í burtu í langan tíma. Ég er búinn að vera í landsliðinu í tóf ár og frí eitt sumar ætti nú ekki að skipta öllu máli. Það hafa margir gert það,“ sagði Jakob.Sjá einnig:Pedersen: Við munum spila til að vinna í öllum leikjum í sumar „Það er ekki eins og ég sé eitthvað nýr í þessu. Hér eru leikmenn sem ég hef spilað með í langan tíma og þekki vel.“ Skotbavörðurinn öflugi kveðst mjög spenntur fyrir þessu stóra verkefni landsliðsins, en liðið verður nú meira og minna saman í sex vikur fram að móti og spilar meðal annars á tveimur æfingamótum. „Það er rosalega gaman að hitta alla aftur. Maður er búinn að bíða eftir þessu síðan Smáþjóðaleikarnir enduðu, að byrja svona alvöru undirbúning,“ sagði Jakob. „Spennan eykst mikið með hverjum deginum. Því nær sem dregur hugsar maður meira um þetta. Það er líka bara gott. Maður á að hugsa um þetta því þetta er eitthvað sem maður fer í gegnum bara einu sinni á ferlinum,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira