Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júlí 2015 20:40 Við Hafnarstéttina eru veitingahús og staðir þar sem eflaust er hægt að komast á salernið. Vísir/Pjetur Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira