Baltasar Kormákur: Það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. júlí 2015 12:00 Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Baltasar Kormákur var gestur Ólafar Skaftadóttur og Viktoríu Hermannsdóttur í Föstudagsviðtalinu. Þar ræddi hann kynjakvóta sem hann vill setja á úthlutanir úr kvikmyndasjóði, Hofsósi, ástina sem hann fann í Lilju og að hann kunni ekkert sérstaklega vel við sig á staðnum Hollywood. Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.„Ég kann ekkert sérstaklega vel við mig á staðnum Hollywood. Hollywood er náttúrulega mjög sérstakt fyrirbæri. Hollywood er ekki neitt, bara hugmynd," segir Baltasar.„Einhverntíma í gamla daga ákváðu allir að það væri svo gott að taka kvikmyndir í Hollywood því það var svo mikil sól þar fyrir vélarnar sem voru notaðar. Mesta sólmagnið var í Kaliforníu og allir sem voru að gera bíómyndir þurftu að fara þangað að vinna fyrir stúdjóin. Þannig byggist þessa kvikmyndaiðnaður upp. Þeir gátu bara opnað þökin og fengið sól inn," útskýrir hann en bætir við að í dag sé öldin önnur.„Þessi tilgangur Hollywood sem upptökustaður er ekki lengur. Ég hef aldrei tekið mynd þarna. En það tekur enginn lengur í Hollywood og það hefur með skattaumhverfi og fleira að gera. Ég meina, það eru fleiri Hollywoodmyndir teknar á Íslandi en í Hollywood," segir Balti og hlær.„Hollywood er bara dreifikerfi yfir bíómyndir og það er enginn sem er á móti því að bíómyndirnar þeirra séu sýndar víða oð að komast inn í þetta dreifi- og fjármagnskerfi. Ég er til dæmis að gera Everest sem hefur ekkert með Bandaríkin einu sinni að gera, hún gerist í Nepal og fjallar aðallega um Ástrala og Nýsjálendinga, reyndar einn kana. Þetta eru allra þjóða kvikindi." Working titles er breskt framleiðslufyrirtæki sem stendur á bakvið Everest. „En þetta er Hollywood mynd. Af hverju er þetta Hollywood mynd? Þetta er bara bresk-íslensk biómynd, en af því að hún er fjármögnuð og henni dreift í gegnum Universal, er hún kölluð Hollywood mynd," heldur Baltasar áfram. „Það er ekkert svona hlið: Velkominn til Hollywood. Hvað get ég gert fyrir þig? Ég held að fólk úti um allan heim hafi óljósa hugmynd um hvað Hollywood er."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira