Vigdís: Markmiðið í sumar að fara yfir 60 metrana Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. júlí 2015 13:21 Vigdís Jónsdóttir brosmild eftir sigurinn í dag. vísir/anton brink "Þetta var ekkert góð runa hjá mér en ég endaði með nýju mótsmeti og kasti yfir 55 metrum sem var markmiðið," segir Vigdís Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna, við Vísi. Vigdís bar sigur úr býtum á Meistaramóti Íslands sem fram fer í Kópavogi þessa helgina, en hún kastaði lengst 55,07 metra sem er nýtt mótsmet. Flest köstin hennar voru yfir 50 metrum en hún vildi vera nær Íslandsmeti sínu sem eru 58,43 metrar. "Ég byrjaði æfingavikuna fyrir mótið í góðum gír og var að kasta mjög vel á öllum æfingunum. En það var einhver streita í mér í dag eða eitthvað. Ég veit það ekki alveg," segir Vigdís. "Það var fínt að vera yfir 50 metrum í flestum köstum þó ég vildi sjá sleggjuna fara lengra í öllum köstunum. Það er náttúrlega aðeins farið að líða á sumarið þannig þreytan er aðeins farin að setjast í mann. Svo var ég að koma af EM líka." Vigdís er með skýrt markmið fyrir sumarið sem hún vonast til að ná á bikarmótinu eftir tvær vikur. "Ég set stefnuna á það að bæta Íslandsmetið á bikarmótinu. Ég vil ná 60 metrunum í ár. Það er stóra markmiðið. Það var óvænt að ná 58 metrum í maí en það er alltaf skemmilegt að bæta sig," segir Vigdís sem fór í fyrsta sinn á stórmót á dögunum og ætlar eins oft og hún getur aftur. "Það var rosalega gaman og þvílík upplifun. Ég hef aldrei verið á svona stóru móti þannig það var æðislegt að prófa þetta og vera með Hilmari Erni og Anítu," segir Vigdís. "Ég er alveg til í að gera þetta aftur og stefnan er að fara á eins stórt mót og hægt er sem eru auðvitað Ólympíuleikarnir," segir Vigdís Jónsdóttir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira
"Þetta var ekkert góð runa hjá mér en ég endaði með nýju mótsmeti og kasti yfir 55 metrum sem var markmiðið," segir Vigdís Jónsdóttir, nýkrýndur Íslandsmeistari í sleggjukasti kvenna, við Vísi. Vigdís bar sigur úr býtum á Meistaramóti Íslands sem fram fer í Kópavogi þessa helgina, en hún kastaði lengst 55,07 metra sem er nýtt mótsmet. Flest köstin hennar voru yfir 50 metrum en hún vildi vera nær Íslandsmeti sínu sem eru 58,43 metrar. "Ég byrjaði æfingavikuna fyrir mótið í góðum gír og var að kasta mjög vel á öllum æfingunum. En það var einhver streita í mér í dag eða eitthvað. Ég veit það ekki alveg," segir Vigdís. "Það var fínt að vera yfir 50 metrum í flestum köstum þó ég vildi sjá sleggjuna fara lengra í öllum köstunum. Það er náttúrlega aðeins farið að líða á sumarið þannig þreytan er aðeins farin að setjast í mann. Svo var ég að koma af EM líka." Vigdís er með skýrt markmið fyrir sumarið sem hún vonast til að ná á bikarmótinu eftir tvær vikur. "Ég set stefnuna á það að bæta Íslandsmetið á bikarmótinu. Ég vil ná 60 metrunum í ár. Það er stóra markmiðið. Það var óvænt að ná 58 metrum í maí en það er alltaf skemmilegt að bæta sig," segir Vigdís sem fór í fyrsta sinn á stórmót á dögunum og ætlar eins oft og hún getur aftur. "Það var rosalega gaman og þvílík upplifun. Ég hef aldrei verið á svona stóru móti þannig það var æðislegt að prófa þetta og vera með Hilmari Erni og Anítu," segir Vigdís. "Ég er alveg til í að gera þetta aftur og stefnan er að fara á eins stórt mót og hægt er sem eru auðvitað Ólympíuleikarnir," segir Vigdís Jónsdóttir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Stjarnan | FH þarf stig til að sleppa úr fallsætinu Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira