Vinsælasta íþróttakona heims í dag, Ronda Rousey, er mætt til Brasilíu þar sem hún berst um næstu helgi.
Á laugardag mun hún mæta Bethe Correia í búrinu og bíður heimurinn spenntur eftir því hvað Ronda gerir að þessu sinni.
Síðustu tveir bardagar hennar hafa staðið yfir í samtals 36 sekúndur sem er auðvitað ótrúlegt.
Eins og venjan er fyrir stóra bardaga framleiðir UFC Embedded-þætti í kringum bardagann.
Fyrsti þátturinn er kominn en þar má sjá Rondu æfa og hitta fjölmiðla. Correia fer aftur á móti í klippingu.
Bardagi Rondu og Correia verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Sjáðu fyrsta þáttinn um bardaga Rondu og Correia
Mest lesið




„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti



Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn


Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn
Fleiri fréttir
