Fá ekki að fullnýta tollkvóta sinn vegna verkfallsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. júlí 2015 14:12 Vörur skemmdust er þær fengust ekki leystar úr gámum. vísir/gva Ýmis fyrirtæki sem standa í innflutningi á Matvælum urðu fyrir tjóni vegna þess að vörur þeirra runnu út og skemmdust á meðan verkfalli MAST stóð. Ofan á þetta bætist að sum fyrirtæki geta ekki fullnýtt innflutningskvóta sinn á búvörum. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Atvinnuvegaráðuneytið hefur synjað beiðni Innness ehf. um að tollkvóti sem gefinn er út samkvæmt WTO-samningnum verði framlengdur sem nemur þeim tíma er verkfall stóð. WTO-tollkvótarnir eru gefnir út fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní árið eftir. Undanfarin ár hefur verið venja að ráðuneytið hefur framlengt heimild til innflutnings á lægri tollum, sem tollkvótarnir heimila, út júlí. Þannig hafa fyrirtæki fengið svigrúm til að koma sendingum sem pantaðar voru undir lok tímabilsins til landsins. Í ár óskaði Innnes eftir framlengingu á tollkvóta fyrir osta í átta vikur umfram það sem venjan er, til að mæta áhrifum átta vikna verkfalls. Á meðan á því stóð forðuðust fyrirtæki að flytja til landsins vörur með stutt geymsluþol. Þessu erindi Innness hefur verið synjað af hálfu atvinnuvegaráðuneytisins, án rökstuðnings. Það stefnir því í að fyrirtækið geti ekki fullnýtt tollkvóta sem það hefur greitt fyrir háar fjárhæðir í útboðsgjald. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé bagalegt fyrir fyrirtæki að lenda í þessari aðstöðu. „Þessi viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins eru því miður enn eitt dæmið um að ráðuneytið sýnir hámarksstífni og forðast eins og heitan eldinn að hliðra til fyrir þeirri litlu erlendu samkeppni sem innlendir búvöruframleiðendur fá,“ segir Ólafur. „Það er löngu orðið tímabært að taka allt þetta kerfi sem varðar innflutningsheimildir á búvörum til gagngerrar endurskoðunar.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37 Telja aðgerðir vera ólöglegar Gagnrýna Matvælastofnun. 21. maí 2015 13:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Ýmis fyrirtæki sem standa í innflutningi á Matvælum urðu fyrir tjóni vegna þess að vörur þeirra runnu út og skemmdust á meðan verkfalli MAST stóð. Ofan á þetta bætist að sum fyrirtæki geta ekki fullnýtt innflutningskvóta sinn á búvörum. Þetta kemur fram fréttatilkynningu frá Félagi atvinnurekenda. Atvinnuvegaráðuneytið hefur synjað beiðni Innness ehf. um að tollkvóti sem gefinn er út samkvæmt WTO-samningnum verði framlengdur sem nemur þeim tíma er verkfall stóð. WTO-tollkvótarnir eru gefnir út fyrir tímabilið 1. júlí til 30. júní árið eftir. Undanfarin ár hefur verið venja að ráðuneytið hefur framlengt heimild til innflutnings á lægri tollum, sem tollkvótarnir heimila, út júlí. Þannig hafa fyrirtæki fengið svigrúm til að koma sendingum sem pantaðar voru undir lok tímabilsins til landsins. Í ár óskaði Innnes eftir framlengingu á tollkvóta fyrir osta í átta vikur umfram það sem venjan er, til að mæta áhrifum átta vikna verkfalls. Á meðan á því stóð forðuðust fyrirtæki að flytja til landsins vörur með stutt geymsluþol. Þessu erindi Innness hefur verið synjað af hálfu atvinnuvegaráðuneytisins, án rökstuðnings. Það stefnir því í að fyrirtækið geti ekki fullnýtt tollkvóta sem það hefur greitt fyrir háar fjárhæðir í útboðsgjald. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að það sé bagalegt fyrir fyrirtæki að lenda í þessari aðstöðu. „Þessi viðbrögð atvinnuvegaráðuneytisins eru því miður enn eitt dæmið um að ráðuneytið sýnir hámarksstífni og forðast eins og heitan eldinn að hliðra til fyrir þeirri litlu erlendu samkeppni sem innlendir búvöruframleiðendur fá,“ segir Ólafur. „Það er löngu orðið tímabært að taka allt þetta kerfi sem varðar innflutningsheimildir á búvörum til gagngerrar endurskoðunar.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37 Telja aðgerðir vera ólöglegar Gagnrýna Matvælastofnun. 21. maí 2015 13:00 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Sjá meira
Tugir tonna af matvælum liggja undir skemmdum Félag atvinnurekenda segir yfirmenn Matvælastofnunar geta gengið í störf dýralækna. 2. júní 2015 11:37