Serena Williams tryggði sér í dag sinn 21. sigur á risamóti þegar hún lagði Gabrine Muguruza af velli í tveimur lotum, 6-4 og 6-4, á Wimbledon mótinu í tennis. Williams er þar með handhafi allra risatitlana.
Muguruza veitti Williams harða keppni og hin sigursæla Williams mátti hafa sig alla við til að leggja Muguruza af velli. Williams var komin í góða stöðu í 2. lotu en Muguruza neitaði á játa sig sigraða.
Williams náði þó að knýja fram sigur á endanum og vann þar með sinn sjötta sigur á Wimbledon mótinu. Þetta var 21. sigur Williams á risamóti en aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna.
Serena Wimbledon-meistari í sjötta sinn

Mest lesið


Barcelona Spánarmeistari
Fótbolti


Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR
Íslenski boltinn






Bikarævintýri Fram heldur áfram
Íslenski boltinn