New Horizons flýgur framhjá Plútó: "Þetta er ekki eins og að "snappa““ Atli Ísleifsson skrifar 14. júlí 2015 12:05 Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að von sé á fyrstu myndum af yfirborði Plútó annað kvöld og að hann hlakki mikið til. Vísir/GVA Geimfarið New Horizons flaug framhjá dvergreikistjörnunni Plútó í hádeginu í dag eftir fimm milljarða kílómetra og níu og hálfs árs ferðalag. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að von sé á fyrstu myndum af yfirborði Plútó annað kvöld og að hann hlakki mikið til. „New Horizons mun senda sýnishorn af myndum síðum til jarðar annað kvöld. Næsta árið fer svo í að senda gögnin til jarðar. Ástæða þess að það tekur þetta langan tíma er náttúrulega að þetta er óskaplega langt í burtu og „netsambandið“ milli geimfarsins og jarðar ef svo má segja er ekki mjög hratt. Þetta er um 1 kílóbit á sekúndu sem berst frá geimfarinu til okkar. Það tekur því um klukkustund að senda eina mynd í góðri upplausn til jarðar. Gagnaflutningurinn tekur því marga mánuði og eitt og hálft ár í heildina. Þetta er því ekki beint eins og að „snappa“. Þetta er allavega svakalega spennandi og við hlökkum mikið til.“Tíminn líður hrattNew Horizons er fyrsta geimfarið sem flýgur framhjá Plútó og tuglum hans, en því var skotið á loft árið 2006 og hefur verið allan þennan tíma á leiðinni. „Það er svolítið skrítið þegar maður lítur til baka að nú sé þessi dagur loksins runninn upp. Maður fylgdist með geimskotinu og fannst óskaplega langt í þetta. En tíminn líður hratt og nú er þetta loks að gerast og maður er ekkert lítið spenntur,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að geimfarið taki myndir af Plútó í dag, kortleggi yfirborð hans og kynnist þeim ferlum sem móti dvergreikistjörnuna. „New Horizons mun einnig taka myndir af Karon, sem er stærsta tungl Plútós. Þetta er allt liður í því að læra um hvernig Plútó varð til og hvernig þessir hnettir sem eru þarna yst í „frystikistunni“ í sólkerfinu – hvernig þeir virka, hvernig efnasamsetning þeirra er og svo framvegis, hvaða sögu þeir hafa að segja um uppruna sólkerfsins og uppruna okkar þar af leiðandi líka.“Sögulegur dagurSævar Helgi segir þetta vera sögulegan dag þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem svona fjarlægur hnöttur sé heimsóttur og það marki bæði upphaf og enda. „Þetta markar upphaf rannsókna á þessu svæði í sólkerfinu og svo aftur endann, þar sem þá verðum við búin að rannsaka öll helstu svæði sólkerfisins og allar upprunalegu níu reikistjörnurnar. Eftir daginn í dag heldur New Horizons svo áfram út í geiminn. Í lok árs 2017 og ársbyrjun 2018 mun farið væntanlega fljúga framhjá öðrum hnetti í því sem kallast Kuipers-beltið, sem Plútó er stærsti hnötturinn í. Þá kemur í ljós hvort Plútó sé einstakur eða hvort þessir hnettir séu allir keimlíkir. Svo gæti New Horizons jafnvel flogið framhjá enn öðrum hnetti nokkru síðar. Leiðangrinum er sem sagt ekkert lokið, þó geimfarið fljúgi framhjá Plútó í dag. Næstu vikurnar mun geimfarið svo horfa til baka á Plútó og tunglin og fylgjast með þeim áfram.“Dagurinn meitlaður í steinAðspurður um myndatökuna af Plútó segir Sævar Helgi að búið sé að skipuleggja hverja einustu mínútu. „Það var gert árið 2009. Næstu skref eru sem sagt meitluð í stein. Nú er geimfarið sambandslaust við jörðina. Nú er það alveg á fullu að afla gagna og getur ekki talað við jörðina á meðan, þar sem það getur ekki gert tvennt í einu. Í nótt klukkan eitt mun New Horizons hringja heim og mun geimfarið vonandi greina frá því að það hafi lifað ferðalagið af. Svo fáum við vonandi fyrstu myndirnar klukkan sjö, annað kvöld. Ég er alla vega mjög spenntur,“ segir Sævar Helgi.Nánar má fræðast um ferðalag New Horizons á vef Stjörnufræðivefsins. Tengdar fréttir Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. 14. júlí 2015 11:58 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Geimfarið New Horizons flaug framhjá dvergreikistjörnunni Plútó í hádeginu í dag eftir fimm milljarða kílómetra og níu og hálfs árs ferðalag. Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir að von sé á fyrstu myndum af yfirborði Plútó annað kvöld og að hann hlakki mikið til. „New Horizons mun senda sýnishorn af myndum síðum til jarðar annað kvöld. Næsta árið fer svo í að senda gögnin til jarðar. Ástæða þess að það tekur þetta langan tíma er náttúrulega að þetta er óskaplega langt í burtu og „netsambandið“ milli geimfarsins og jarðar ef svo má segja er ekki mjög hratt. Þetta er um 1 kílóbit á sekúndu sem berst frá geimfarinu til okkar. Það tekur því um klukkustund að senda eina mynd í góðri upplausn til jarðar. Gagnaflutningurinn tekur því marga mánuði og eitt og hálft ár í heildina. Þetta er því ekki beint eins og að „snappa“. Þetta er allavega svakalega spennandi og við hlökkum mikið til.“Tíminn líður hrattNew Horizons er fyrsta geimfarið sem flýgur framhjá Plútó og tuglum hans, en því var skotið á loft árið 2006 og hefur verið allan þennan tíma á leiðinni. „Það er svolítið skrítið þegar maður lítur til baka að nú sé þessi dagur loksins runninn upp. Maður fylgdist með geimskotinu og fannst óskaplega langt í þetta. En tíminn líður hratt og nú er þetta loks að gerast og maður er ekkert lítið spenntur,“ segir Sævar Helgi. Hann segir að geimfarið taki myndir af Plútó í dag, kortleggi yfirborð hans og kynnist þeim ferlum sem móti dvergreikistjörnuna. „New Horizons mun einnig taka myndir af Karon, sem er stærsta tungl Plútós. Þetta er allt liður í því að læra um hvernig Plútó varð til og hvernig þessir hnettir sem eru þarna yst í „frystikistunni“ í sólkerfinu – hvernig þeir virka, hvernig efnasamsetning þeirra er og svo framvegis, hvaða sögu þeir hafa að segja um uppruna sólkerfsins og uppruna okkar þar af leiðandi líka.“Sögulegur dagurSævar Helgi segir þetta vera sögulegan dag þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem svona fjarlægur hnöttur sé heimsóttur og það marki bæði upphaf og enda. „Þetta markar upphaf rannsókna á þessu svæði í sólkerfinu og svo aftur endann, þar sem þá verðum við búin að rannsaka öll helstu svæði sólkerfisins og allar upprunalegu níu reikistjörnurnar. Eftir daginn í dag heldur New Horizons svo áfram út í geiminn. Í lok árs 2017 og ársbyrjun 2018 mun farið væntanlega fljúga framhjá öðrum hnetti í því sem kallast Kuipers-beltið, sem Plútó er stærsti hnötturinn í. Þá kemur í ljós hvort Plútó sé einstakur eða hvort þessir hnettir séu allir keimlíkir. Svo gæti New Horizons jafnvel flogið framhjá enn öðrum hnetti nokkru síðar. Leiðangrinum er sem sagt ekkert lokið, þó geimfarið fljúgi framhjá Plútó í dag. Næstu vikurnar mun geimfarið svo horfa til baka á Plútó og tunglin og fylgjast með þeim áfram.“Dagurinn meitlaður í steinAðspurður um myndatökuna af Plútó segir Sævar Helgi að búið sé að skipuleggja hverja einustu mínútu. „Það var gert árið 2009. Næstu skref eru sem sagt meitluð í stein. Nú er geimfarið sambandslaust við jörðina. Nú er það alveg á fullu að afla gagna og getur ekki talað við jörðina á meðan, þar sem það getur ekki gert tvennt í einu. Í nótt klukkan eitt mun New Horizons hringja heim og mun geimfarið vonandi greina frá því að það hafi lifað ferðalagið af. Svo fáum við vonandi fyrstu myndirnar klukkan sjö, annað kvöld. Ég er alla vega mjög spenntur,“ segir Sævar Helgi.Nánar má fræðast um ferðalag New Horizons á vef Stjörnufræðivefsins.
Tengdar fréttir Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. 14. júlí 2015 11:58 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Bein útsending: New Horizons þeyttist framhjá Plútó Klukkan 11:50 að íslenskum tíma flaug geimfarið New Horizons framhjá dvergreikistjörnunni Plútó. 14. júlí 2015 11:58