Röng forgangsröðun í bankakerfinu Stjórnarmaðurinn skrifar 15. júlí 2015 08:57 Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlar bankinn að byggingin muni kosta um átta milljarða króna og komi til með að borga sig upp á u.þ.b. tíu árum enda hyggist bankinn selja fasteignir á móti, auk þess sem leigukostnaður mun minnka. Landsbankinn er 98% í eigu íslenska ríkisins – skattgreiðenda. Hagnaður bankans á síðasta ári nam tæplega 28 milljörðum króna, og ætla má að afkoman í ár verði sambærileg sé miðað við fyrsta ársfjórðung. Ekki er þó allt sem sýnist í uppgjörum bankanna, enda vitað mál að lán sem færð voru úr gömlu bankanum í þá nýju á afslætti hafa verið innheimt að fullu. Viðlíka afkomutölur eru því síður en svo tryggðar til frambúðar, heldur byggjast að stórum hluta á einskiptihagnaði. Raunar er ljóst að þegar kemur að skuldadögum þurfa bankarnir sennilega að vernda afkomu sína með hagræðingu eða hækkun þjónustugjalda. Nema hvort tveggja verði raunin. Því þykir stjórnarmanninum kyndugt að lesa um fyrirætlanir ríkisbankans um byggingu nýrra höfuðstöðva, en ætla mætti að þarfari verkefni bíði úrlausnar í fjármálageiranum. Þannig mætti til að mynda nefna sölu á eignum sem ekki teljast til kjarnastarfsemi, en bankarnir eiga í dag stóra hluti í fyrirtækjum á hinum ýmsu sviðum – allt frá fasteignum og matvöru yfir í fjarskipti. Fækkun starfsfólks í fjármálageiranum hefur sömuleiðis verið óveruleg síðan 2008, en skv. Fjármálaeftirlitinu eru starfsmenn í dag einungis 11% færri en í árslok 2008. Áhugavert í ljósi þess að eignir bankanna eru í dag sagðar vera um það bil fimmtungur af því sem þær voru sumarið 2008. Spurningin er því hvort laun á húsnæðisvanda Landsbankans liggi ekki í augum uppi. Kaupþing byggði á sínum tíma veglegar höfuðstöðvar í Borgartúni. Lokið var við bygginguna í árslok 2007, og hýsti hún megnið af innlendri starfsemi bankans. Í dag er byggingin notuð undir höfuðstöðvar Arion banka. Í ljósi þess að Borgartúnshöllin hýsti á sínum tíma banka sem var margfaldur að stærð við samanlagða starfsemi Arion Banka og Landsbankans mætti ímynda sér að undir eðlilegum kringumstæðum gætu bankarnir deilt aðstöðunni þannig að vel færi um alla. Jafnvel mætti ganga lengra og sameina hreinlega bankana tvo. Við sameininguna mætti svo greiða út veglegan arð til ríkisins, sem t.d. gæti staðið undir byggingu nýs spítala.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira