Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 10:27 Hluti þeirra sem prýða strætóskýli borgarinnar næstu daga. Strætóskýli höfuðborgarsvæðisins eru núna merkt druslum á öllum aldri og af hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Öll plakötin Druslugöngunnar má sjá með því að smella hér. Druslugangan fer fram þann 25. júlí og verður lagt af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.00. Meðal þeirra sem prýða plakötin eru Björt Ólafsdóttir, þingmaður, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Magga Stína, tónlistarmaður og Arnar Freyr Frostason, tónlistarmaður. Með þessu vilja skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetja fólk til að mæta í gönguna þann 25. júlí nk. og taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Fólkið sem mætir í Druslugönguna er þverskurður íslensks samfélags og er það boðskapur plakata Druslugöngunnar í ár. Í hana mætir fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og fólk með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir og sýna í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Þess vegna eru allir þeir sem leggja málefninu lið druslur segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Nú þegar hafa yfir 3000 manns boðað komu sína í Druslugönguna á Facebook viðburði göngunnar, og er von skipuleggjanda göngunnar að slá öll met í ár en markið er sett á a.m.k. 20.000 manns. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Druslugangan hefur fest rætur sínar sem árviss viðburður í Reykjavík og verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan hefur dregið fram í dagsljósið það sem okkur sem samfélagi dylst allt of oft eða þorum ekki að horfast í augu við. Fjöldi fólks hefur skilað skömminni í aðdraganda göngunar og í kjölfar hennar, deilt sögum sínum og orðið öðrum innblástur. Síðustu vikur og mánuði hefur ótrúlegur fjöldi einstaklinga stigið fram og skilað skömminni, í eitt skipti fyrir öll. Fókusinn er ekki lengur á þolendur heldur er loksins búið að beina kastljósinu á gerendur. Sú bylting hefur hreyft við öllu samfélaginu. Einkennisorð göngunar í ár eru „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“. Druslugangan leggur af stað klukkan 14.00 þann 25. júlí frá Hallgrímskirkju. Gengið verður í átt að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Mammút munu meðal annars spila og verða kynnar og ræðuhaldarar kynntir til leiks þegar nær dregur göngu. Innlent Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 "Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!" Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. 23. júní 2012 14:34 Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00 „Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var. 25. júní 2012 23:10 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Strætóskýli höfuðborgarsvæðisins eru núna merkt druslum á öllum aldri og af hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Öll plakötin Druslugöngunnar má sjá með því að smella hér. Druslugangan fer fram þann 25. júlí og verður lagt af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.00. Meðal þeirra sem prýða plakötin eru Björt Ólafsdóttir, þingmaður, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Magga Stína, tónlistarmaður og Arnar Freyr Frostason, tónlistarmaður. Með þessu vilja skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetja fólk til að mæta í gönguna þann 25. júlí nk. og taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Fólkið sem mætir í Druslugönguna er þverskurður íslensks samfélags og er það boðskapur plakata Druslugöngunnar í ár. Í hana mætir fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og fólk með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir og sýna í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Þess vegna eru allir þeir sem leggja málefninu lið druslur segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Nú þegar hafa yfir 3000 manns boðað komu sína í Druslugönguna á Facebook viðburði göngunnar, og er von skipuleggjanda göngunnar að slá öll met í ár en markið er sett á a.m.k. 20.000 manns. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Druslugangan hefur fest rætur sínar sem árviss viðburður í Reykjavík og verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan hefur dregið fram í dagsljósið það sem okkur sem samfélagi dylst allt of oft eða þorum ekki að horfast í augu við. Fjöldi fólks hefur skilað skömminni í aðdraganda göngunar og í kjölfar hennar, deilt sögum sínum og orðið öðrum innblástur. Síðustu vikur og mánuði hefur ótrúlegur fjöldi einstaklinga stigið fram og skilað skömminni, í eitt skipti fyrir öll. Fókusinn er ekki lengur á þolendur heldur er loksins búið að beina kastljósinu á gerendur. Sú bylting hefur hreyft við öllu samfélaginu. Einkennisorð göngunar í ár eru „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“. Druslugangan leggur af stað klukkan 14.00 þann 25. júlí frá Hallgrímskirkju. Gengið verður í átt að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Mammút munu meðal annars spila og verða kynnar og ræðuhaldarar kynntir til leiks þegar nær dregur göngu.
Innlent Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 "Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!" Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. 23. júní 2012 14:34 Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00 „Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var. 25. júní 2012 23:10 Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23
"Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!" Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. 23. júní 2012 14:34
Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00
„Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var. 25. júní 2012 23:10