Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. júlí 2015 13:01 Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. Vísir/Vilhelm Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku. Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku.
Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira