Öryggiseftirlit á Keflavíkurflugvelli greindi ekki gervisprengjur eftirlitsmanna Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 18:30 Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur stóðst ekki ítrustu flugverndarkröfur í nýlegri úttekt og komst fjöldi gervisprengja eftirlitsmanna í gegnum öryggisleit. Senda þurfti flesta starfsmenn á námskeið sem meðal annars hefur haft áhrif á hraðann á afgreiðslu ferðamanna í flugstöðinni. Í kring um mánaðamótin gerðu eftirlitsaðilar á flugverndarmálum úttekt á Keflavíkurflugvelli sem meðal annars fólst í því að setja gervisprengjur í farangur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar komst stór hluti þeirra í gegnum öryggiseftirlitið. Reglulegar úttektir eru gerðar á alþjóðaflugvöllum og það var í slíkri úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og Samgöngustofu sem alvarlegar brotalamir komu fram í flugverndarmálum á Keflavíkurflugvelli.Sjá einnig: Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli „Og ef gerðar eru athugasemdir förum við strax í að bæta verklag og þjálfun og það sem þarf að gera í takti við athugasemdirnar,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Ísavia. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var tuttugu gervisprengjum komið fyrir í farangri sem starfsmenn sem gegnumlýsa farangurinn sáu ekki eða greindu ekki stóran hluta af. Guðni getur reglum samkvæmt ekki tjáð sig um einstök atriði flugverndarmála. „Til þess að tryggja öryggi, af því við viljum ekki að hryðjuverkamenn og aðrir komist að því hvernig við vinnum þessa flugvernd og megum ekki tjá okkur um þetta. Þannig að ég get ekkert sagt um það,“ segir Guðni.Miklar raðir hafa myndast á flugvellinum á álagstímum undanfarið.Vísir/GVAEn viðbrögðin segja kannski sína sögu þegar fjöldi starfsmanna í öryggiseftirlitinu var settur á námskeið eftir þetta?„Já, það hefur verið þjálfun í gangi og eins og allir hafa tekið eftir hafa verið seinkanir hjá okkur á flugvellinum,“ segir Guðni. Og er hluti skýringarinnar að allt að helmingur starfsmanna í þessu eftirliti var sendur á námskeið og því færri að störfum. Þá hefur tilviljanakenndum úttektum á farangri og farþegum verið fjölgað til að bæta eftirlitið, samkvæmt heimildum fréttastofunnar. Tafir vegna þessa og færri starfsmanna við eftirlitið lögðust ofan á tafir vegna mikillar fjölgunar farþega umfram áætlanir á álagstímum, sem og að seinkun varð á uppsetningu nýrra vopnaleitartækja frá framleiðendum, að sögn Guðna.Sjá einnig: Nýjar öryggisleitarlínur meðal þess sem veldur löngum röðum á Keflavíkurflugvelli Ef mjög alvarlegir vankantar eru á flugverndar- og öryggismálum flugvalla eru þeir strax og það kemur í ljós skilgreindir sem „óhreinir" í alþjóðaflugheiminum. Það hefur slæmar afleiðingar fyrir flugvöllinn og þau flugfélög sem fljúga um hann. Isavia setti strax á laggirnar fjögurra manna aðgerðarstjórn sem fundað hefur tvisvar á dag og eru flugverndarfulltrúar Isavia þessa dagana að greina frá úrbótum sínum hjá ESA í Brussel. „Ef úttektin segir að við verðum að gera breytingar á verklagi setjum við það í forgang hjá okkur og gerum það í miklu samstarfi við okkar eftirlitsaðila. Þannig að þetta hefur gengið mjög vel og hratt og í góðu samstarfi,“ segir Guðni.Það hefur komið fyrir áður að flugvöllurinn hefur lent í að vera skilgreindur sem svo kallaður „óhreinn.“ Gerðist það núna?„Nei, það hefur ekki gerst núna,“ segir Guðni Sigurðsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira