Ólafur Þórðarson segir að menn í stjórnum knattspyrnuliða viti oft ekki mikið um fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júlí 2015 18:27 Ólafur Þórðarson, fyrrum þjálfari Víkingsliðsins. Vísir/Valli Ólafur Þórðarson var í gær rekinn úr starfi þjálfara Pepsi-deildarliðs Víkings í knattspyrnu eftir tæplega fjögurra ára starf en hann var annar af tveimur þjálfurum Víkingsliðsins. Ólafur viðurkennir að gengi liðsins hafi ekki verið sem skildi en er engu að síður ósáttur við tímasetningu brottrekstursins en hann ræddi við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Ólafur telur að vangaveltur fjölmiðla um hugsanlegar breytingar í Víkinni hafi haft sitt að segja hjá stjórnarmönnum Víkings. Ólafur var látinn fara en Milos Milojevic hélt sínu starfi. „Þetta er ekki það skemmtilegasta en er fylgifiskur þess að vera fótboltaþjálfari. Maður verður bara að taka því," sagði Ólafur en átti hann von á þessu. „Nei í sjálfu sér ekki en ég gerði mér alveg grein fyrir því að ef að gengið myndi ekki lagast þá myndi þessi umræða fara í gang," sagði Ólafur. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að umræðan í Pepsi-mörkunum hefur haft áhrif. Inn í stjórnum fótboltafélaga eru margir misvitrir menn sem hafa stundum ekki of mikið vit á þeirri þjálfun sem fram fer út á fótboltavelli. Þeir eru engu að síður stjórnarmenn í félögunum og bera ábyrgð á því sem félagið stendur fyrir" sagði Ólafur. Hvað hefur helst verið að hjá Víkingsliðinu í sumar? „Eftir að við misstum Pape úr sókninni þá misstum við mikinn brodd úr sóknarleiknum okkar. Við höfðum ekki mannskap til að leysa það betur en við höfum gert. Þetta er nokkuð einfalt mál. Það hefur hvorki gengið né rekið síðan þá og það var vendipunktur," sagði Ólafur en Pape Mamadou Faye hætti að spila með Víkingum eftir aðeins fjórar umferðir. „Það er ekki öll ástæðan. Við erum með mjög breyttan hóp frá því í fyrra og það tekur tíma að smyrja það saman. Liðið er á þessu fræga öðru ári í deildinni. Eftir frábæran árangur í fyrra þá hafa væntingarnar kannski risið fullmikið en auðvitað eiga allir að gefa kröfur um að það sé árangur. Við höfum því miður ekki náð að fylgja þeim árangri eftir þótt að við höfum ætlað okkur að gera betur en við höfum gert," sagði Ólafur. Milos Milojevic heldur áfram með Víkingsliðið og var ekki látinn fara eins og Ólafur. Ólafur er ánægður með samstarfið við hann. „Okkar samstarf gekk mjög vel. Auðvitað koma alltaf upp einhverjir agnúar en við ræddum bara málin og fundum þær lausnir sem við vorum sáttir við," sagði Ólafur. „Ég er mjög ósáttur við stjórn Víkings að við fengum ekki tvo til þrjá leiki eftir að við náðum að styrkja okkur. Stjórn Víkings vissi það jafnvel og ég að við vorum í vandræðum með leikmannabreiddina í sókninni eftir að við missum Pape út. Við lánuðum Viktor Jónsson í 1. deildina og það hefði maður aldrei gert ef maður átti von á því að missa Pape," sagði Ólafur. „Ég er ekki sáttur við þennan tímapunkt hjá þeim en segjum eftir tvo til þrjá leiki ef staðan væri sú saman þá hefði ég skilið þetta. Ég er búinn að vera lengi í fótboltanum og veit alveg hvaða hlutir fylgja honum. Það er sú hætta að þú verði rekinn ef gengið er ekki gott," sagði Ólafur. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Ólaf með því að smella á spilarann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Skagamaðurinn lætur af störfum í Víkinni eftir þriggja og hálfs árs starf en Milos heldur áfram. 15. júlí 2015 16:23 „Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“ Forráðamenn Víkings ákváðu að reka Ólaf Þórðarson en halda Milos Milojevic. 16. júlí 2015 10:45 Þjálfarabreyting á miðju tímabili heppnaðist ekki síðast hjá Víkingum Víkingar ákváðu í dag að reka Ólaf Þórðarson úr stöðu annars þjálfara liðsins og láta Milos Milojevic stjórna liðinu einn út tímabilið. 15. júlí 2015 18:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Ólafur Þórðarson var í gær rekinn úr starfi þjálfara Pepsi-deildarliðs Víkings í knattspyrnu eftir tæplega fjögurra ára starf en hann var annar af tveimur þjálfurum Víkingsliðsins. Ólafur viðurkennir að gengi liðsins hafi ekki verið sem skildi en er engu að síður ósáttur við tímasetningu brottrekstursins en hann ræddi við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag. Ólafur telur að vangaveltur fjölmiðla um hugsanlegar breytingar í Víkinni hafi haft sitt að segja hjá stjórnarmönnum Víkings. Ólafur var látinn fara en Milos Milojevic hélt sínu starfi. „Þetta er ekki það skemmtilegasta en er fylgifiskur þess að vera fótboltaþjálfari. Maður verður bara að taka því," sagði Ólafur en átti hann von á þessu. „Nei í sjálfu sér ekki en ég gerði mér alveg grein fyrir því að ef að gengið myndi ekki lagast þá myndi þessi umræða fara í gang," sagði Ólafur. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að umræðan í Pepsi-mörkunum hefur haft áhrif. Inn í stjórnum fótboltafélaga eru margir misvitrir menn sem hafa stundum ekki of mikið vit á þeirri þjálfun sem fram fer út á fótboltavelli. Þeir eru engu að síður stjórnarmenn í félögunum og bera ábyrgð á því sem félagið stendur fyrir" sagði Ólafur. Hvað hefur helst verið að hjá Víkingsliðinu í sumar? „Eftir að við misstum Pape úr sókninni þá misstum við mikinn brodd úr sóknarleiknum okkar. Við höfðum ekki mannskap til að leysa það betur en við höfum gert. Þetta er nokkuð einfalt mál. Það hefur hvorki gengið né rekið síðan þá og það var vendipunktur," sagði Ólafur en Pape Mamadou Faye hætti að spila með Víkingum eftir aðeins fjórar umferðir. „Það er ekki öll ástæðan. Við erum með mjög breyttan hóp frá því í fyrra og það tekur tíma að smyrja það saman. Liðið er á þessu fræga öðru ári í deildinni. Eftir frábæran árangur í fyrra þá hafa væntingarnar kannski risið fullmikið en auðvitað eiga allir að gefa kröfur um að það sé árangur. Við höfum því miður ekki náð að fylgja þeim árangri eftir þótt að við höfum ætlað okkur að gera betur en við höfum gert," sagði Ólafur. Milos Milojevic heldur áfram með Víkingsliðið og var ekki látinn fara eins og Ólafur. Ólafur er ánægður með samstarfið við hann. „Okkar samstarf gekk mjög vel. Auðvitað koma alltaf upp einhverjir agnúar en við ræddum bara málin og fundum þær lausnir sem við vorum sáttir við," sagði Ólafur. „Ég er mjög ósáttur við stjórn Víkings að við fengum ekki tvo til þrjá leiki eftir að við náðum að styrkja okkur. Stjórn Víkings vissi það jafnvel og ég að við vorum í vandræðum með leikmannabreiddina í sókninni eftir að við missum Pape út. Við lánuðum Viktor Jónsson í 1. deildina og það hefði maður aldrei gert ef maður átti von á því að missa Pape," sagði Ólafur. „Ég er ekki sáttur við þennan tímapunkt hjá þeim en segjum eftir tvo til þrjá leiki ef staðan væri sú saman þá hefði ég skilið þetta. Ég er búinn að vera lengi í fótboltanum og veit alveg hvaða hlutir fylgja honum. Það er sú hætta að þú verði rekinn ef gengið er ekki gott," sagði Ólafur. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið við Ólaf með því að smella á spilarann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Skagamaðurinn lætur af störfum í Víkinni eftir þriggja og hálfs árs starf en Milos heldur áfram. 15. júlí 2015 16:23 „Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“ Forráðamenn Víkings ákváðu að reka Ólaf Þórðarson en halda Milos Milojevic. 16. júlí 2015 10:45 Þjálfarabreyting á miðju tímabili heppnaðist ekki síðast hjá Víkingum Víkingar ákváðu í dag að reka Ólaf Þórðarson úr stöðu annars þjálfara liðsins og láta Milos Milojevic stjórna liðinu einn út tímabilið. 15. júlí 2015 18:30 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Ólafur Þórðarson látinn fara frá Víkingi | Milos tekur einn við Skagamaðurinn lætur af störfum í Víkinni eftir þriggja og hálfs árs starf en Milos heldur áfram. 15. júlí 2015 16:23
„Þjálfararnir bera jafn mikla ábyrgð“ Forráðamenn Víkings ákváðu að reka Ólaf Þórðarson en halda Milos Milojevic. 16. júlí 2015 10:45
Þjálfarabreyting á miðju tímabili heppnaðist ekki síðast hjá Víkingum Víkingar ákváðu í dag að reka Ólaf Þórðarson úr stöðu annars þjálfara liðsins og láta Milos Milojevic stjórna liðinu einn út tímabilið. 15. júlí 2015 18:30