Aníta í 3. sæti | Tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2015 00:01 Anítu tókst ekki að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann fyrir tveimur árum. vísir/getty Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Aníta var fyrst eftir fyrri hringinn en gaf verulega eftir á lokasprettinum og missti tvo keppendur fram úr sér. Anítu mistókst þannig að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann á Ítalíu fyrir tveimur árum. Aníta kom í mark á 2:05,04 mínútum en hin belgíska Renée Eykens varð hlutskörpust á tímanum 2:02,83. Sara Schmidt frá Þýskalandi endaði í 2. sæti á tímanum 2:04,55. Upplýsingar um tíma keppenda í úrslitahlaupinu má finna hér. Aníta komst örugglega í úrslitahlaupið en hún var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum. Aníta kom þá í mark á 2:05,01 mínútum.Bein textalýsing: Hlaup hálfnað: Aníta er fyrst eftir 400 metrana. Fyrir hlaup: Þetta er að fara af stað. Okkar kona er tilbúin. Fyrir hlaup: Aníta keppti á EM innanhúss í Prag í mars þar sem hún endaði í 5. sæti. Þar var hún að keppa gegn mun eldri og reyndari hlaupurum en ÍR-ingurinn kom í mark á 2:02,74 mínútum. Umfjöllun Vísis um mótið má lesa hér. Fyrir hlaup: Aníta náði sér ekki nógu vel á strik í 800m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum á Íslandi í síðasta mánuði. Aníta varð að sætta sig við silfurverðlaunin en hún hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum. Hún vann hins vegar öruggan sigur í 1500m hlaupinu þar sem hún kom í mark á 4:26,37 mínútum. Besti tími hennar í 1500m hlaupi er 4:15,14 mínútur. Fyrir hlaup: Aníta var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum en hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Hin þýska Kalis Mareen var með næstbesta tímann, 2:05,47, og landa hennar, Sarah Schmidt var með þriðja besta tímann, eða 2:05,85. Listann yfir keppendur í úrslitahlaupinu má finna með því að smella hér. Fyrir hlaup: Aníta er sú eina sem keppti til úrslita í 800m hlaupinu fyrir tveimur árum sem hleypur til úrslita í dag. Aníta var yngst keppenda í úrslitahlaupinu á EM 2013, aðeins 17 ára gömul, en Aníta er fædd 13. janúar 1996. Fyrir hlaup: Besti tími Anítu á árinu er 2:01,50 en hún hljóp á þeim tíma í Oordegem-Lede í Belgíu, 23. maí. Besti tími Anítu í greininni er hins vegar 2:00,49 sem hún náði á móti í Mannheim 30. júní 2013. Fyrir hlaup: Aníta vann, sem frægt er orðið, gullverðlaun í 800m hlaupi á EM ungmenna árið 2013 en þá var keppt í Rieti á Ítalíu. Aníta kom þá í mark á 2:01,14 mínútum, 32 hundraðhlutum úr sekúndu á undan Olenu Sidorska frá Úkraínu. Sama ár vann hún einnig til gullverðlauna á HM ungmenna í Donetsk í Úkraínu en þá hljóp Aníta á 2:01,13 mínútum.Fyrir hlaup: Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á EM undir 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem Aníta Hinriksdóttir er á meðal keppenda. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir endaði í 3. sæti í úrslitum í 800 metra hlaupi á Evrópumóti 19 ára og yngri sem fer fram í Eskilstuna í Svíþjóð. Aníta var fyrst eftir fyrri hringinn en gaf verulega eftir á lokasprettinum og missti tvo keppendur fram úr sér. Anítu mistókst þannig að verja Evrópumeistaratitilinn sem hún vann á Ítalíu fyrir tveimur árum. Aníta kom í mark á 2:05,04 mínútum en hin belgíska Renée Eykens varð hlutskörpust á tímanum 2:02,83. Sara Schmidt frá Þýskalandi endaði í 2. sæti á tímanum 2:04,55. Upplýsingar um tíma keppenda í úrslitahlaupinu má finna hér. Aníta komst örugglega í úrslitahlaupið en hún var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum. Aníta kom þá í mark á 2:05,01 mínútum.Bein textalýsing: Hlaup hálfnað: Aníta er fyrst eftir 400 metrana. Fyrir hlaup: Þetta er að fara af stað. Okkar kona er tilbúin. Fyrir hlaup: Aníta keppti á EM innanhúss í Prag í mars þar sem hún endaði í 5. sæti. Þar var hún að keppa gegn mun eldri og reyndari hlaupurum en ÍR-ingurinn kom í mark á 2:02,74 mínútum. Umfjöllun Vísis um mótið má lesa hér. Fyrir hlaup: Aníta náði sér ekki nógu vel á strik í 800m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum á Íslandi í síðasta mánuði. Aníta varð að sætta sig við silfurverðlaunin en hún hljóp á tímanum 2:09,10 mínútum. Hún vann hins vegar öruggan sigur í 1500m hlaupinu þar sem hún kom í mark á 4:26,37 mínútum. Besti tími hennar í 1500m hlaupi er 4:15,14 mínútur. Fyrir hlaup: Aníta var með besta tímann af öllum sem hlupu í undanrásunum en hún kom í mark á 2:05,01 mínútum. Hin þýska Kalis Mareen var með næstbesta tímann, 2:05,47, og landa hennar, Sarah Schmidt var með þriðja besta tímann, eða 2:05,85. Listann yfir keppendur í úrslitahlaupinu má finna með því að smella hér. Fyrir hlaup: Aníta er sú eina sem keppti til úrslita í 800m hlaupinu fyrir tveimur árum sem hleypur til úrslita í dag. Aníta var yngst keppenda í úrslitahlaupinu á EM 2013, aðeins 17 ára gömul, en Aníta er fædd 13. janúar 1996. Fyrir hlaup: Besti tími Anítu á árinu er 2:01,50 en hún hljóp á þeim tíma í Oordegem-Lede í Belgíu, 23. maí. Besti tími Anítu í greininni er hins vegar 2:00,49 sem hún náði á móti í Mannheim 30. júní 2013. Fyrir hlaup: Aníta vann, sem frægt er orðið, gullverðlaun í 800m hlaupi á EM ungmenna árið 2013 en þá var keppt í Rieti á Ítalíu. Aníta kom þá í mark á 2:01,14 mínútum, 32 hundraðhlutum úr sekúndu á undan Olenu Sidorska frá Úkraínu. Sama ár vann hún einnig til gullverðlauna á HM ungmenna í Donetsk í Úkraínu en þá hljóp Aníta á 2:01,13 mínútum.Fyrir hlaup: Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á EM undir 19 ára og yngri í Eskilstuna í Svíþjóð þar sem Aníta Hinriksdóttir er á meðal keppenda.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15 Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30 EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Aníta auðveldlega í úrslit Evrópumeistarinn hóf titilvörnina með stæl í Eskilstuna í Svíþjóð. 16. júlí 2015 14:15
Aníta stefnir á að bæta Íslandsmetið í úrslitahlaupinu Hlaupadrottning reynir að verja Evrópumeistaratitil sinn í Eskilstuna á morgun þegar hún hleypur til úrslita í 800 metra hlaupi á EM U19. 17. júlí 2015 17:30
EM unglinga hefst í dag | Aníta á titil að verja Fjórir íslenskir keppendur taka þátt á EM 19 ára og yngri sem hefst í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. 16. júlí 2015 08:04