Topplið Pepsi-deildar karla, FH og KR eigast við í Kaplakrika í kvöld en leikur liðanna hefst klukkan 20.00. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Til að hita upp fyrir leikinn fór Guðjón Guðmundson rúnt í póstnúmer 107 og fékk Vesturbæinga til að spá í spilin fyrir leikinn.
Hafi FH betur nær liðið fjögurra stiga á toppi deildarinnar en næli KR-ingar sér í útisigur þýðir það að þeir fari á toppinn. FH er sem stendur með eins stigs forskot á KR.
Innslag Gaupa úr Vesturbænum má sjá hér í fréttinni. Líkt og áður segir verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en einnig verður hægt að fylgjast með gangi mála í Boltavakt Vísis.
Gaupi heyrir hljóðið í Vesturbæingum | Myndband
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - KR 1-3 | Reiður Gary sneri leiknum við
KR hefndi fyrir tap í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla og skellti sér á toppinn með sigri í Kaplakrika.