Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Jakob Bjarnar skrifar 1. júlí 2015 13:06 Erling kann engar skýringar á þessari dularfullu plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina í Kjósinni. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina meðal þeirra sem dvöldu í sumarhúsum við Hvalfjörðinn, efni í reifara. „Þetta er viðbjóður. Ég mæli ekki með þessu. Ég kynntist þessu í útlöndum. En, þetta er ákaflega undarlegt mál. Þetta er tegund sem ekki hefur verið staðfest hér á landi áður. Og það blossar upp einu og sömu helgina á nokkrum stöðum á takmörkuðu svæði við Hvalfjörð. Eitt í Kjósinni og svo norðan fjarðarins einnig,“ segir Erling, sem nú rannsakar málið.Vísir hefur greint frá þessari skelfilegu plágu í morgun. Erling hefur birt grein um málið á netinu þar sem hann fer í saumana á því hvers kyns er og hvað liggur fyrir.Skordýrafræðingurinn er gapandi „Ég kann engar skýringar á þessu. Svona kvikindi geta borist með vindum frá Evrópu, en af hverju lenda þau öll í Kjósinni? Ísland er stærra en Kjósin, og litar líkur á því að einhver slíkur svermur lendi allur þar. Þetta gæti verðið spurning um innfluttan jarðveg, lirfur geta lifað þar góðu lífi, en ég veit það ekki. Innfluttur jarðvegur er víðar en í Kjósinni. Ég hef ekkert í höndunum og er alveg gapandi yfir þessu.“ Næsta skref er að finna út úr því nákvæmlega hvaða tegund þetta er nákvæmlega og Erling er nú að setja sig í samband við sérfróða aðila erlendis. „Þetta eru allt blóðsugur af þessari ætt, en þessi líkist blátungu, sem leggst á hross og kýr og orsakar skæð exem og illan kláða.“Lúsmýið þarf blankalogn til að athafna sig Erling segir þetta skrýtið mál og ekki sé endilega víst að þetta komi upp aftur. Lúsmýið þarf ákveðnar aðstæður, til að mynda blankalogn til að athafna sig. Því líkar illa gjólan. Veðurfarsskilyrði voru til staðar þessa helgi sem olli þessum atgangi um síðustu helgi. Veður eins og er í dag er ekki hentugt mýinu. Og að þetta sé að gerast í sumarhúsum er engin tilviljun, að mati Erlings. „Menn búnir að girða sig af með trjágróðri og þar er logn. Þess vegna lenda íbúar sumarhúsanna í þessu. Búið að ramma inn sumarhúsin sum hver. Þar eru kjöraðstæður fyrir svona atlögur. Spurning um að höggva trén niður og láta rabbabarann duga?“ ...Vísir þiggur allar ábendingar um þetta dularfulla fyrirbæri með þökkum og má senda þær á ritstjorn@visir.is Lúsmý Tengdar fréttir „Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Stefnir í samning við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir plágu lúsmýs sem gaus upp um helgina meðal þeirra sem dvöldu í sumarhúsum við Hvalfjörðinn, efni í reifara. „Þetta er viðbjóður. Ég mæli ekki með þessu. Ég kynntist þessu í útlöndum. En, þetta er ákaflega undarlegt mál. Þetta er tegund sem ekki hefur verið staðfest hér á landi áður. Og það blossar upp einu og sömu helgina á nokkrum stöðum á takmörkuðu svæði við Hvalfjörð. Eitt í Kjósinni og svo norðan fjarðarins einnig,“ segir Erling, sem nú rannsakar málið.Vísir hefur greint frá þessari skelfilegu plágu í morgun. Erling hefur birt grein um málið á netinu þar sem hann fer í saumana á því hvers kyns er og hvað liggur fyrir.Skordýrafræðingurinn er gapandi „Ég kann engar skýringar á þessu. Svona kvikindi geta borist með vindum frá Evrópu, en af hverju lenda þau öll í Kjósinni? Ísland er stærra en Kjósin, og litar líkur á því að einhver slíkur svermur lendi allur þar. Þetta gæti verðið spurning um innfluttan jarðveg, lirfur geta lifað þar góðu lífi, en ég veit það ekki. Innfluttur jarðvegur er víðar en í Kjósinni. Ég hef ekkert í höndunum og er alveg gapandi yfir þessu.“ Næsta skref er að finna út úr því nákvæmlega hvaða tegund þetta er nákvæmlega og Erling er nú að setja sig í samband við sérfróða aðila erlendis. „Þetta eru allt blóðsugur af þessari ætt, en þessi líkist blátungu, sem leggst á hross og kýr og orsakar skæð exem og illan kláða.“Lúsmýið þarf blankalogn til að athafna sig Erling segir þetta skrýtið mál og ekki sé endilega víst að þetta komi upp aftur. Lúsmýið þarf ákveðnar aðstæður, til að mynda blankalogn til að athafna sig. Því líkar illa gjólan. Veðurfarsskilyrði voru til staðar þessa helgi sem olli þessum atgangi um síðustu helgi. Veður eins og er í dag er ekki hentugt mýinu. Og að þetta sé að gerast í sumarhúsum er engin tilviljun, að mati Erlings. „Menn búnir að girða sig af með trjágróðri og þar er logn. Þess vegna lenda íbúar sumarhúsanna í þessu. Búið að ramma inn sumarhúsin sum hver. Þar eru kjöraðstæður fyrir svona atlögur. Spurning um að höggva trén niður og láta rabbabarann duga?“ ...Vísir þiggur allar ábendingar um þetta dularfulla fyrirbæri með þökkum og má senda þær á ritstjorn@visir.is
Lúsmý Tengdar fréttir „Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30 Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00 Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Stefnir í samning við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
„Þú ert eins og kallinn í Something about Mary“ Jóhann Gunnar Arnarsson, staðahaldari í veiðihúsinu í Laxá í Kjós, er einn fjölmargra sem virðast hafa orðið fyrir barðinu á nýrri tegund bitmýs í Kjós um helgina. 1. júlí 2015 10:30
Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Líkami Karls Tómassonar er allur undirlagður biti eftir sumarbústaðarferð síðastliðna helgi. Náttúrufræðistofnun Íslands telur að um nýja tegund á Íslandi sé að ræða og rannsakar nú bitmýið. 1. júlí 2015 09:00