Bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2015 09:00 Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. VÍSIR/ERNIR „Rétt eftir að ég sofnaði fór ég að verða var við hryllilega stingi um allan líkama. Ég heyrði svo mjög skrítið suð en þrjóskaðist við að sofa þarna áfram,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður. Hann lenti í því óhappi síðastliðna helgi að verða bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi, Ceratopogonidae.Karl var ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað þeirra í Kjós við Meðalfellsvatn þegar hann var bitinn. „Við höfum átt þennan bústað í nokkur ár og aldrei orðið vör við þessi kvikindi.“ Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. „Ég fann alveg að þetta var ekki venjulegt. Það var eitthvað mjög skrítið að gerast í rúminu hjá mér þessa nóttina,“ segir Karl og bætir við að árásin hafi verið svakaleg og að hann hefði betur komið sér á annan náttstað þegar hann byrjaði að finna stingina. „Mér stórbrá þegar ég vaknaði um morguninn og sá hvernig ég leit út. Þetta var skelfileg sjón,“ segir Karl sem í kjölfarið fór til læknis. Læknirinn sagði að bitin væru eftir fló og gaf honum steralyf og krem. vísir/ernirKarl birti í gær mynd af líkama sínum á Facebook og fékk í kjölfarið póst frá starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Starfsmaður stofnunarinnar greindi honum frá því að fleiri hefðu fengið slík bit á svæðinu sem bústaður Karls er á, í Kjósinni. Stofnunin hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Samkvæmt starfsmanni stofnunarinnar er bitmýið líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl. Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira
„Rétt eftir að ég sofnaði fór ég að verða var við hryllilega stingi um allan líkama. Ég heyrði svo mjög skrítið suð en þrjóskaðist við að sofa þarna áfram,“ segir Karl Tómasson tónlistarmaður. Hann lenti í því óhappi síðastliðna helgi að verða bitinn af nýrri tegund bitmýs á Íslandi, Ceratopogonidae.Karl var ásamt fjölskyldu sinni í sumarbústað þeirra í Kjós við Meðalfellsvatn þegar hann var bitinn. „Við höfum átt þennan bústað í nokkur ár og aldrei orðið vör við þessi kvikindi.“ Líkami Karls er allur undirlagður biti og segir hann kláðann óbærilegan. Auk þess er mikill hiti í bitunum. „Ég fann alveg að þetta var ekki venjulegt. Það var eitthvað mjög skrítið að gerast í rúminu hjá mér þessa nóttina,“ segir Karl og bætir við að árásin hafi verið svakaleg og að hann hefði betur komið sér á annan náttstað þegar hann byrjaði að finna stingina. „Mér stórbrá þegar ég vaknaði um morguninn og sá hvernig ég leit út. Þetta var skelfileg sjón,“ segir Karl sem í kjölfarið fór til læknis. Læknirinn sagði að bitin væru eftir fló og gaf honum steralyf og krem. vísir/ernirKarl birti í gær mynd af líkama sínum á Facebook og fékk í kjölfarið póst frá starfsmanni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Starfsmaður stofnunarinnar greindi honum frá því að fleiri hefðu fengið slík bit á svæðinu sem bústaður Karls er á, í Kjósinni. Stofnunin hefur nú undir höndum eitt eintak af bitmýinu Ceratopogonidae sem bíður nú frekari greiningar. Samkvæmt starfsmanni stofnunarinnar er bitmýið líklega af ættkvíslinni culicoides og ef svo reynist rétt er um nýja tegund á Íslandi. „Svo kom fram í bréfinu frá Náttúrufræðistofnun bitin frá þessu kvikindi séu verri en moskítóbit,“ segir Karl.
Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Fleiri fréttir Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Sjá meira