Blatter: Ég fer til himnaríkis einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2015 19:00 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/EPA Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte. Fjórtán háttsettir menn úr fótboltaheiminum voru ákærðir fyrir spillingu innan FIFA 27. maí síðastliðinn en málið er unnið af bandarískum saksóknörum sem eru að elta spillingarmál heil 24 ár aftur í tímann. Það er búist við að Sepp Blatter láti af embætti forseta FIFA á sérstöku aukaþingi sem verður haldið á milli desember 2015 og mars 2016. Blatter hefur þó komið fram og lagt áherslu að hann hafi ekki sagt af sér í ræðu skömmu eftir endurkjörið þar sem flestir lásu það úr að hann væri að hætta. Það er því ekki öruggt að Blatter sé að fara að hætta. „Ég hef hreina samvisku. Ef einhver sakar mig um spillingu þá mun ég spyrja hann um hvort að hann skilji hvað það orð þýðir. Allir sem saka mig um spillingu verða að sanna það því ég er ekki spilltur," sagði Sepp Blatter við blaðamann Bunte. „Ef einhver ásakar mig um spillingu, af því að það er spilling innan FIFA, þá get ég bara hrist höfuðið. Allir sem halda slíku fram eiga heima í fangelsi," sagði Blatter. „Trúin hefur gefið mér styrk á þessum erfiðum tímum. Ég er trúaður og segi mínar bænir. Ég á gullkross sem Francis páfi blessaði. Ég trúi því að ég fari til himnaríkis einn daginn og ég trúi því ekki að það sé til helvíti. Ég er ekki sammála páfanum þar," sagði Blatter sem ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna sem fer fram í Kanada á sunnudaginn. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15 Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00 Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45 Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte. Fjórtán háttsettir menn úr fótboltaheiminum voru ákærðir fyrir spillingu innan FIFA 27. maí síðastliðinn en málið er unnið af bandarískum saksóknörum sem eru að elta spillingarmál heil 24 ár aftur í tímann. Það er búist við að Sepp Blatter láti af embætti forseta FIFA á sérstöku aukaþingi sem verður haldið á milli desember 2015 og mars 2016. Blatter hefur þó komið fram og lagt áherslu að hann hafi ekki sagt af sér í ræðu skömmu eftir endurkjörið þar sem flestir lásu það úr að hann væri að hætta. Það er því ekki öruggt að Blatter sé að fara að hætta. „Ég hef hreina samvisku. Ef einhver sakar mig um spillingu þá mun ég spyrja hann um hvort að hann skilji hvað það orð þýðir. Allir sem saka mig um spillingu verða að sanna það því ég er ekki spilltur," sagði Sepp Blatter við blaðamann Bunte. „Ef einhver ásakar mig um spillingu, af því að það er spilling innan FIFA, þá get ég bara hrist höfuðið. Allir sem halda slíku fram eiga heima í fangelsi," sagði Blatter. „Trúin hefur gefið mér styrk á þessum erfiðum tímum. Ég er trúaður og segi mínar bænir. Ég á gullkross sem Francis páfi blessaði. Ég trúi því að ég fari til himnaríkis einn daginn og ég trúi því ekki að það sé til helvíti. Ég er ekki sammála páfanum þar," sagði Blatter sem ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna sem fer fram í Kanada á sunnudaginn.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15 Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00 Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45 Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Sjá meira
Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15
Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00
Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45
Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27