Blatter: Ég fer til himnaríkis einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2015 19:00 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/EPA Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte. Fjórtán háttsettir menn úr fótboltaheiminum voru ákærðir fyrir spillingu innan FIFA 27. maí síðastliðinn en málið er unnið af bandarískum saksóknörum sem eru að elta spillingarmál heil 24 ár aftur í tímann. Það er búist við að Sepp Blatter láti af embætti forseta FIFA á sérstöku aukaþingi sem verður haldið á milli desember 2015 og mars 2016. Blatter hefur þó komið fram og lagt áherslu að hann hafi ekki sagt af sér í ræðu skömmu eftir endurkjörið þar sem flestir lásu það úr að hann væri að hætta. Það er því ekki öruggt að Blatter sé að fara að hætta. „Ég hef hreina samvisku. Ef einhver sakar mig um spillingu þá mun ég spyrja hann um hvort að hann skilji hvað það orð þýðir. Allir sem saka mig um spillingu verða að sanna það því ég er ekki spilltur," sagði Sepp Blatter við blaðamann Bunte. „Ef einhver ásakar mig um spillingu, af því að það er spilling innan FIFA, þá get ég bara hrist höfuðið. Allir sem halda slíku fram eiga heima í fangelsi," sagði Blatter. „Trúin hefur gefið mér styrk á þessum erfiðum tímum. Ég er trúaður og segi mínar bænir. Ég á gullkross sem Francis páfi blessaði. Ég trúi því að ég fari til himnaríkis einn daginn og ég trúi því ekki að það sé til helvíti. Ég er ekki sammála páfanum þar," sagði Blatter sem ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna sem fer fram í Kanada á sunnudaginn. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15 Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00 Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45 Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte. Fjórtán háttsettir menn úr fótboltaheiminum voru ákærðir fyrir spillingu innan FIFA 27. maí síðastliðinn en málið er unnið af bandarískum saksóknörum sem eru að elta spillingarmál heil 24 ár aftur í tímann. Það er búist við að Sepp Blatter láti af embætti forseta FIFA á sérstöku aukaþingi sem verður haldið á milli desember 2015 og mars 2016. Blatter hefur þó komið fram og lagt áherslu að hann hafi ekki sagt af sér í ræðu skömmu eftir endurkjörið þar sem flestir lásu það úr að hann væri að hætta. Það er því ekki öruggt að Blatter sé að fara að hætta. „Ég hef hreina samvisku. Ef einhver sakar mig um spillingu þá mun ég spyrja hann um hvort að hann skilji hvað það orð þýðir. Allir sem saka mig um spillingu verða að sanna það því ég er ekki spilltur," sagði Sepp Blatter við blaðamann Bunte. „Ef einhver ásakar mig um spillingu, af því að það er spilling innan FIFA, þá get ég bara hrist höfuðið. Allir sem halda slíku fram eiga heima í fangelsi," sagði Blatter. „Trúin hefur gefið mér styrk á þessum erfiðum tímum. Ég er trúaður og segi mínar bænir. Ég á gullkross sem Francis páfi blessaði. Ég trúi því að ég fari til himnaríkis einn daginn og ég trúi því ekki að það sé til helvíti. Ég er ekki sammála páfanum þar," sagði Blatter sem ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna sem fer fram í Kanada á sunnudaginn.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15 Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00 Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45 Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Sjá meira
Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15
Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00
Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45
Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27