Blatter: Ég fer til himnaríkis einn daginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2015 19:00 Sepp Blatter, forseti FIFA. Vísir/EPA Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte. Fjórtán háttsettir menn úr fótboltaheiminum voru ákærðir fyrir spillingu innan FIFA 27. maí síðastliðinn en málið er unnið af bandarískum saksóknörum sem eru að elta spillingarmál heil 24 ár aftur í tímann. Það er búist við að Sepp Blatter láti af embætti forseta FIFA á sérstöku aukaþingi sem verður haldið á milli desember 2015 og mars 2016. Blatter hefur þó komið fram og lagt áherslu að hann hafi ekki sagt af sér í ræðu skömmu eftir endurkjörið þar sem flestir lásu það úr að hann væri að hætta. Það er því ekki öruggt að Blatter sé að fara að hætta. „Ég hef hreina samvisku. Ef einhver sakar mig um spillingu þá mun ég spyrja hann um hvort að hann skilji hvað það orð þýðir. Allir sem saka mig um spillingu verða að sanna það því ég er ekki spilltur," sagði Sepp Blatter við blaðamann Bunte. „Ef einhver ásakar mig um spillingu, af því að það er spilling innan FIFA, þá get ég bara hrist höfuðið. Allir sem halda slíku fram eiga heima í fangelsi," sagði Blatter. „Trúin hefur gefið mér styrk á þessum erfiðum tímum. Ég er trúaður og segi mínar bænir. Ég á gullkross sem Francis páfi blessaði. Ég trúi því að ég fari til himnaríkis einn daginn og ég trúi því ekki að það sé til helvíti. Ég er ekki sammála páfanum þar," sagði Blatter sem ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna sem fer fram í Kanada á sunnudaginn. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15 Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00 Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45 Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Sepp Blatter, forseti FIFA, hótar því að allir þeir sem bendla hann við FIFA-spillingarmálið eigi skilið að fara í fangelsi og hann er sannfærður að himnaríki bíði hans einhvern daginn. Þetta segir hinn 79 ára gamli Svisslendingur í viðtali við þýska blaðið Bunte. Fjórtán háttsettir menn úr fótboltaheiminum voru ákærðir fyrir spillingu innan FIFA 27. maí síðastliðinn en málið er unnið af bandarískum saksóknörum sem eru að elta spillingarmál heil 24 ár aftur í tímann. Það er búist við að Sepp Blatter láti af embætti forseta FIFA á sérstöku aukaþingi sem verður haldið á milli desember 2015 og mars 2016. Blatter hefur þó komið fram og lagt áherslu að hann hafi ekki sagt af sér í ræðu skömmu eftir endurkjörið þar sem flestir lásu það úr að hann væri að hætta. Það er því ekki öruggt að Blatter sé að fara að hætta. „Ég hef hreina samvisku. Ef einhver sakar mig um spillingu þá mun ég spyrja hann um hvort að hann skilji hvað það orð þýðir. Allir sem saka mig um spillingu verða að sanna það því ég er ekki spilltur," sagði Sepp Blatter við blaðamann Bunte. „Ef einhver ásakar mig um spillingu, af því að það er spilling innan FIFA, þá get ég bara hrist höfuðið. Allir sem halda slíku fram eiga heima í fangelsi," sagði Blatter. „Trúin hefur gefið mér styrk á þessum erfiðum tímum. Ég er trúaður og segi mínar bænir. Ég á gullkross sem Francis páfi blessaði. Ég trúi því að ég fari til himnaríkis einn daginn og ég trúi því ekki að það sé til helvíti. Ég er ekki sammála páfanum þar," sagði Blatter sem ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna sem fer fram í Kanada á sunnudaginn.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15 Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00 Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45 Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Nýtt útspil frá Blatter: Ég sagði ekki af mér Sepp Blatter, nýkjörinn forseti FIFA, er kannski ekki að fara að hætta eftir allt saman ef marka má nýjasta viðtalið við hann. 26. júní 2015 16:15
Maradona í FIFA framboð Tilkynnt um framboð argentínsku knattspyrnuhetjunnar á Twitter í gær. 23. júní 2015 09:00
Ben Affleck undirbýr kvikmynd um FIFA skandalinn Leikarinn Ben Affleck og leikstjórinn, Gavin O'Connor, eru um þessar mundir að undirbúa kvikmynd um FIFA-skandalinn sem átti sér stað fyrr á þessu ári. Vefmiðill í Hollywood greinir frá þessu. 27. júní 2015 22:45
Blatter skrópar á úrslitaleik HM kvenna Sepp Blatter, forseti FIFA, ætlar að skrópa á úrslitaleik HM kvenna á sunnudaginn og ástæðurnar eru persónulegar samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu. 30. júní 2015 22:27