Orkuskortur á suðvestur horninu hamlar vexti atvinnulífs Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2015 11:53 Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. vísir/vilhelm Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016. Alþingi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar segir afturhaldsöfl á Alþingi hafa komið í veg fyrir virkjanir og boðar nýjar virkjanatillögur. Formaður atvinnuveganefndar segir að þau afturhaldsöfl sem komið hafi í veg fyrir að allar virkjanirnar í neðrihluta Þjórsár færu í nýtingarflokk muni ekki fá að stöðva frekari uppbyggingu í atvinnulífi. Hvammsvirkjun ein, sem færð var í nýtingarflokk í gær, stendur ekki undir þegar ákveðnum kísilverksmiðjum. Stjórnarandstaðan kom í veg fyrir að breytingatillögur meirihluta atvinnuveganefndar um virkjanir í nýtingarflokki næði fram að ganga. Í gærdag samþykkti Alþingi upprunalega tillögu fyrrverandi umhverfisráðherra um að einungis Hvamsvirkjun í Þjórsá færi í nýtingarflokk. En meirihluti atvinnuveganefndar hafði lagt til að auk hennar færu Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í neðrihluta Þjórsár ásamt Hagavatnsvirkjun og Skrokköldu í nýtingarflokk. Nefndin dró síðan síðast nefndu tvær virkjanirnar til baka en eftir stóðu þrjár virkjanir í neðrihluta Þjórsár. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar var ekki sáttur við þessa niðurstöðu og sagði við atkvæðagreiðsluna á Alþingi í gær að þetta væri bara hálfleikur og komið yrði aftur fram með málið og þá með stæl.Hvers konar stæll verður það? „Það er alveg ljóst að í mjög ómálefnalegri umræðu, með ómálefnalegum rökum, urðum við í meirihlutanum að gefa eftir til að ljúka þingstörfum við þessar erfiðu aðstæður núna. Ég á bara við að það er hálfleikur á okkar kjörtímabili og við munum ekki leggja árar í bát í þessum málaflokki,“ segir Jón. Enda séu allir sérfræðingar innlendir jafnt og erlendir á því að möguleikar Íslands til verðmætasköpunar liggi fyrst og fremst í orkugeiranum. En Hvammsvirkjun sem samþykkt var í gær að fari í nýtingarflokk mun framleiða 82 megavött. Það dugar ekki fyrir tveimur fyrirhuguðum verksmiðjum; kísilmálmverksmiðju Thorsils í Helguvík og sólarkísilverksmiðju Silicor á Grundartanga sem samanlagt þurfa 125 megavött. „Þessi tvö verkefni sem þú nefnir eru bara hluti af þeim verkefnum sem eru til staðar. Við vitum af miklum áhuga sérstaklega á sviði gagnavera. Og þau gagnaver sem eru nú þegar hér til staðar í Hafnarfirði og suður á Ásbrú í Keflavík hafa áhuga á enn frekari stækkunum,“ segir Jón. Þessi fyrirtæki geti ekki vaxið eðlilega við núverandi aðstæður því engin umframorka sé til á suðvesturhorninu. Það sé óviðunandi staða sem fæli fjárfestingar frá landinu. „Og við munum ekki láta þau afturhaldsöfl sem réðu ferð núna í þinginu á lokadögum þess verða til þess að Ísland verði af þeim tækifærum,“ segir Jón.Það verður þá að bregðast við þannig að hægt sé að framleiða meiri orku mjög fljótlega? „Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Gunnarsson. Hann vill þó ekki svara því á þessari stundu hvort tillaga um fleiri virkjanir komi fram áður en verkefnisstjórn rammaáætlunar skilar af sér næstu tillögum haustið 2016.
Alþingi Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira