Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í norska liðinu Rosenborg sóttu sigur til Færeyja í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld.
Rosenborg vann þá 2-0 útisigur á Víkingi frá Götu en leikurinn fór fram Svangaskarð-vellinum í Tóftum.
Rosenborg, sem er á toppnum í norsku úrvalsdeildinni, er því í fínum málum fyrir seinni leikinn sem fer fram í Þrándheimi í næstu viku.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan tímann í vörn Rosenborg og í markinu stóð André Hansen, fyrrum markvörður KR.
Alexander Toft Söderlund, fyrrum leikmaður FH í Pepsi-deildinni, var hetja síns liðs í kvöld en hann lék á Íslandi sumarið 2009.
Söderlund kom inná sem varamaður á 64. mínútu leiksins og skoraði bæði mörk norska liðsins á síðustu átta mínútum. Það fyrra kom á 82. mínútu og það síðara á annarri mínútu í uppbótartíma.
Alexander Toft Söderlund hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum í norsku deildinni í sumar og skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli við Molde um síðustu helgi.
Kåre Hedley Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, ákvað að hvíla hann í þessum leik en var tilneyddur til að senda hann inn á völlinn í seinni hálfleiknum. Það skilaði sér í tveimur mörkum og frábærum úrslitum fyrir seinni leikinn í Noregi.
Gamli FH-ingurinn afgreiddi Færeyja-Víkinga
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn