Ásmundur hættur hjá Fylki | Hermann tekur við Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júlí 2015 16:56 Vísir/Samsett mynd Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari Fylkis en það kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Hermann Hreiðarsson hafi tekið við sem þjálfari meistaraflokks karla. Hermann mun stýra liði Fylkis út leiktíðina að minnsta kosti. Staðan verður metin upp á nýtt að tímabilinu loknu að sögn Ásgeirs. „Þetta var niðurstaða stjórnar og meistaraflokksráðs karla. Það var ákveðið að samstarf okkar við Ásmund væri komið á endastöð. Við vildum gera breytingar,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Okkar væntingar eru klárlega meiri en gengi liðsins hefur verið í sumar,“ bætti hann við en síðasti leikur Fylkis undir stjórn Ásmundar var 4-0 tap liðsins gegn ÍBV í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina. Liðið er í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla með þrettán stig. „Hermann Hreiðarsson tekur við en Reynir Leósson verður áfram aðstoðarþjálfari og Kjartan Sturluson sömuleiðis sem markvarðaþjálfari,“ sagði Ásgeir sem játti því að félagið væri að líta í kringum sig varðandi það að styrkja leikmannahóp þess. „Við skoðum alla leikmenn, bæði íslenska sem erlenda. Það verður bara að koma í ljós með nýjum þjálfara,“ sagði formaðurinn. Ásgeir segir leiðinlegt að þurfa að skilja við Ásmund á þessum nótum. „Það er alltaf sorglegt þegar þetta þarf að enda á þennan máta. Ási er toppdrengur og við höfum staðið þétt við bakið á honum. Hans verður sárt saknað eftir þriggja og hálfs árs starf hjá Fylki. Þetta er öðlingsdrengur og samstarfið við hann hefur verið frábært.“ „Ásmundur sýndi þessu skilning, eins mikið og hægt er enda alltaf sárt þegar þetta verður niðurstaðan. Það væri óeðlilegt ef mönnum þætti það ekki erfitt.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari Fylkis en það kom fram í fréttatilkynningu frá félaginu í dag. Ásgeir Ásgeirsson, formaður knattspyrnudeildar Fylkis, staðfesti í samtali við Vísi í dag að Hermann Hreiðarsson hafi tekið við sem þjálfari meistaraflokks karla. Hermann mun stýra liði Fylkis út leiktíðina að minnsta kosti. Staðan verður metin upp á nýtt að tímabilinu loknu að sögn Ásgeirs. „Þetta var niðurstaða stjórnar og meistaraflokksráðs karla. Það var ákveðið að samstarf okkar við Ásmund væri komið á endastöð. Við vildum gera breytingar,“ sagði Ásgeir í samtali við Vísi í dag. „Okkar væntingar eru klárlega meiri en gengi liðsins hefur verið í sumar,“ bætti hann við en síðasti leikur Fylkis undir stjórn Ásmundar var 4-0 tap liðsins gegn ÍBV í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar um helgina. Liðið er í sjöunda sæti Pepsi-deildar karla með þrettán stig. „Hermann Hreiðarsson tekur við en Reynir Leósson verður áfram aðstoðarþjálfari og Kjartan Sturluson sömuleiðis sem markvarðaþjálfari,“ sagði Ásgeir sem játti því að félagið væri að líta í kringum sig varðandi það að styrkja leikmannahóp þess. „Við skoðum alla leikmenn, bæði íslenska sem erlenda. Það verður bara að koma í ljós með nýjum þjálfara,“ sagði formaðurinn. Ásgeir segir leiðinlegt að þurfa að skilja við Ásmund á þessum nótum. „Það er alltaf sorglegt þegar þetta þarf að enda á þennan máta. Ási er toppdrengur og við höfum staðið þétt við bakið á honum. Hans verður sárt saknað eftir þriggja og hálfs árs starf hjá Fylki. Þetta er öðlingsdrengur og samstarfið við hann hefur verið frábært.“ „Ásmundur sýndi þessu skilning, eins mikið og hægt er enda alltaf sárt þegar þetta verður niðurstaðan. Það væri óeðlilegt ef mönnum þætti það ekki erfitt.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira