Snorri leitar að líki til að dansa við Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2015 19:06 Mynd/Snorri Ásmundsson Snorri Ásmundsson listamaður fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni en á Facebook-síðu sinni auglýsir hann eftir deyjandi einstaklingi sem er reiðubúinn að leyfa sér að dansa við líkamsleifar sínar eftir andlátið. Snorri sagði í samtali við Reykjavík Síðdegis að hann hefði fyrst auglýst eftir líkamsleifum skömmu fyrir hrun árið 2008. Síðan þá hafi hann reglulega sent frá sér auglýsingar með það að markmiði að fá efnivið í myndbandsverk. „Ég er búinn að vera með þetta vídjóverk í huga síðan 2008 og ég ætla semsagt að dansa við líkið,” sagði Snorri – sem nú er staddur í hitastækju í Póllandi. Hann sagði að tilgangur verksins væri að vekja upp ýmsar spurningar sem og að spyrja fjölda áleitinna spurninga . Auk þess sé hann að ögra sjálfum sér. „Ég hef örugglega ekki getu til að vera mikið í kringum dauðar manneskjur,” sagði Snorri og bætti við hann sæi fyrir sér að verkið yrði að öllum líkindum kómískt, fallegt og skemmtilegt verk. Enginn hefur þó enn gefið sig fram að sögn Snorra - að frátöldum manni sem bauð lík sitt fram á sínum tíma en læknaðist síðan af sjúkdómnum sem átti að draga hann til dauða. Snorri leiti því enn að líkamsleifum sem hann hyggst dansa við í um klukkustund áður en hann skilar því aftur „í sama ástandi og ég fékk það,“ eins og Snorri komst að orði í samtalinu við Reykjavík Síðdegis sem hlýða má hér að ofan. Þá má sjá nýjustu Facebook-færslu Snorra um málið hér að neðan.Looking for dead bodies in the name of the art. I need a corpse for a video installation. If you are dying I would like...Posted by Snorri Asmundsson on Monday, 16 July 2012 Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Snorri Ásmundsson listamaður fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni en á Facebook-síðu sinni auglýsir hann eftir deyjandi einstaklingi sem er reiðubúinn að leyfa sér að dansa við líkamsleifar sínar eftir andlátið. Snorri sagði í samtali við Reykjavík Síðdegis að hann hefði fyrst auglýst eftir líkamsleifum skömmu fyrir hrun árið 2008. Síðan þá hafi hann reglulega sent frá sér auglýsingar með það að markmiði að fá efnivið í myndbandsverk. „Ég er búinn að vera með þetta vídjóverk í huga síðan 2008 og ég ætla semsagt að dansa við líkið,” sagði Snorri – sem nú er staddur í hitastækju í Póllandi. Hann sagði að tilgangur verksins væri að vekja upp ýmsar spurningar sem og að spyrja fjölda áleitinna spurninga . Auk þess sé hann að ögra sjálfum sér. „Ég hef örugglega ekki getu til að vera mikið í kringum dauðar manneskjur,” sagði Snorri og bætti við hann sæi fyrir sér að verkið yrði að öllum líkindum kómískt, fallegt og skemmtilegt verk. Enginn hefur þó enn gefið sig fram að sögn Snorra - að frátöldum manni sem bauð lík sitt fram á sínum tíma en læknaðist síðan af sjúkdómnum sem átti að draga hann til dauða. Snorri leiti því enn að líkamsleifum sem hann hyggst dansa við í um klukkustund áður en hann skilar því aftur „í sama ástandi og ég fékk það,“ eins og Snorri komst að orði í samtalinu við Reykjavík Síðdegis sem hlýða má hér að ofan. Þá má sjá nýjustu Facebook-færslu Snorra um málið hér að neðan.Looking for dead bodies in the name of the art. I need a corpse for a video installation. If you are dying I would like...Posted by Snorri Asmundsson on Monday, 16 July 2012
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira