Bandaríski framherjinn Chucwudi Chijindu, betur þekktur sem Chuck, er genginn í raðir Keflavíkur í Pepsi-deild karla í fótbolta.
Chuck er íslenskum knattspyrnuáhugamönnum að góðu kunnur, en hann spilaði með Þór í Pepsi-deildinni 2013 og aftur í fyrra.
Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta í kvöld, en Chuck sló í gegn sumarið 2013 og skoraði þá tíu mörk. Hann var mikið meiddur í fyrra og komst ekki á blað er Þórsarar féllu aftur niður í 1. deild.
Chuck verður löglegur með Keflavík 15. júlí þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður og verður fyrsti leikur hans væntanlega gegn Víkingi 19. júlí.
Keflavík situr á botni Pepsi-deildarinnar með fjögur stig eftir tíu leiki.
Chuck kominn aftur og spilar með Keflavík
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti

Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn



Hörður kominn undan feldinum
Körfubolti

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó

Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
