Míkrónesía með markatöluna 0-114 í þremur leikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júlí 2015 11:00 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn. Fótbolti Míkrónesía Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira
Míkrónesía er ekki með gott fótboltalandslið. Því er hægt að halda fram með sannfæringu eftir skelfilegt gengi liðsins í riðlakeppni Kyrrahafsmótsins í knattspyrnu. Mótið er líka undankeppni Eyjaálfu fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Landslið Míkrónesíu setti enn eitt metið í nótt þegar liðið tapaði 46-0 á móti landsliði Vanúatú. Míkrónesíu-liðið hafði áður tapað 30-0 á móti Tahítí og 38-0 á móti Fiji-eyjum. Þess má geta að landslið Vanúatú er í 200. sæti á styrkleikalista FIFA, Fiji-eyjar eru í 195. sæti og Tahítí er í 182. sæti. Míkrónesía er ekki með sæti á FIFA-listanum. Leikmenn Vanúatú voru komnir í 24-0 í hálfleik en þeir slökuðu ekki mikið á í þeim síðari enda komu tvö markanna meðal annars í uppbótartíma seinni hálfleiks. Sambandsríki Míkrónesíu er eyríki í Suður-Kyrrahafi en á eyjunum búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns. Eyjarnar liggja norðaustan við Papúu Nýju-Gíneu, norður af Ástralíu. Hinn tvítugi Jean Kaltack skoraði sextán mörk í þessum sigri Vanúatú en mörkin hans komu á eftirtöldum mínútum: 4., 6., 17., 34., 37., 44., 45., 45.+2, 47., 54., 59., 60., 66., 73., 90.+3 og 90.+4 mínútu. Bill Nicolls skoraði tíu mörk í leiknum en var samt sem áður langt frá því að vera markahæsti leikmaður síns liðs. Tveir aðrir leikmenn Vanúatú skoruðu þrennu því Tony Kaltack var með sex mörk og Barry Mansale skoraði fimm mörk. Markatala Vanúatú í þremur leikjum riðilsins var því 0-114 og þetta verður seint bætt. Forráðamenn Míkrónesíu biðluðu til FIFA eftir leikinn og óskuðu eftir hjálp við að bæta landslið sitt. „Þetta eru strákar en ekki menn. Þeir halda vonandi áfram og spila með okkur í að minnsta kosti átta ár í viðbót," sagði Stan Foster, ástralski þjálfari liðsins eftir leikinn.
Fótbolti Míkrónesía Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Fleiri fréttir Slæmur skellur á móti nágrönnunum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti heimaleikur Eyjamanna Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Sjá meira