Vonbrigði að ekki standi til að afnema toll á matvæli Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. júlí 2015 12:20 Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar yfirlýsingu fjármálaráðherra um afnám tolla á vörur aðrar en matvæli. VÍSIR/VILHELM Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét. Alþingi Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Stefnt er að því að afnema tolla á vörur aðrar en matvæli 1. janúar 2017. Formaður Samtaka verslunar og þjónustu fagnar þessum áformum en segist vonsvikin að tollur á matvæli sé ekki hluti af aðgerðunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðaði afnám tolla í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. Þar sagði hann að stefnt væri að því að tollar, að undanskildum tollum á matvæli, yrðu aflagðir 1. janúar 2017. Það hefði í för með sér sex milljarða króna tekjutap fyrir ríkið en Bjarni sagði ekki von á mótvægisaðgerðum. Margrét Sanders, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar áformum fjármálaráðherra. „Þetta er bara algjörlega frábært og við fögnum þessum. Við erum algjörlega sammála fjármálaráðherra í því að þetta eykur gegnsæi, samkeppnishæfni og skilvirkni og allur pakkinn. Ég vil endilega gera mikið úr því að þetta er algjörlega frábært og þessir tollar eru úreltir,“ segir hún. Tollar á matvæli hafa lengi verið gagnrýndir en verndartollar eru til að mynda lagðir á innflutning landbúnaðarafurða. Margrét segir vonbrigði að tollar á mat séu ekki hluti af tillögunum. „Tollar á matvæli eru gríðarlega flóknir og það er það flókið að ef farið er á vefsíðu tollstjóra þá segja þeir það hreinlega,“ segir Margrét. „Við teljum að það sé miklu nær að fella bara niður tolla á matvæli og ef við ætlum að vernda innlenda framleiðslu þá gerum við það bara á annan hátt og einföldum kerfið.“ Samtök verslunar og þjónustu munu skila áliti til ráðherra og Alþingis þegar kemur að því að breytingarnar verða ræddar en Margrét segist þó eiga von á því að tollar á matvæli verði á endanum líka felldir niður. „Ég bara hreinlega von á því og gef mér það að menn ætli sér líka að fella niður tolla á matvæli en þurfa kannski lengri tíma vegna flækjustigsins. Eins þurfa menn að horfa til hvernig á að vernda innlenda framleiðslu. Þannig ég reikna með því,“ segir Margrét.
Alþingi Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira