Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 14:29 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra við opnun stöðvarinnar þann 16. febrúar. Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41