Lögreglumaður dæmdur fyrir að skalla mann og nefbrjóta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 16:30 Árásin átti sér stað fyrir utan Hlöllabáta í Keflavík. Vísir/Pjetur 23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
23 ára gamall karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á frívakt sumarið 2013 skallað jafnaldra sinn fyrir utan veitingastaðinn Hlöllabáta í Keflavík. Hann var einn fjögurra sem fengu skilorðsbundna dóma í dag fyrir að hafa ráðist á manninn sem hafði fyrr um kvöldið slegið til eins þeirra í sjoppunni Ungó fyrr um nóttina. Þrír hinna dæmdu eru fæddir árið 1994 en sá fjórði árið 1992 líkt og fórnarlambið. Sá fæddur 1992 var í sumarstarfi hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum þegar árásin átti sér stað. Var honum vikið frá störfum á meðan málið var í rannsókn en hann þáði laun á þeim tíma sem samningur hans náði til að því er DV greindi frá sumarið 2013.Slegist á Ungó fyrr um nóttina Forsaga málsins er sú að fórnarlambið í málinu sló einn hinna dæmdu í Ungó fyrr um nóttina. Var hann sakfelldur fyrir þá árás í aðskildu máli í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Síðar um nóttina hittust þeir aftur við Hlöllabáta þar sem frekari átök áttu sér stað. Voru tveir þeirra fæddu 1994 dæmdir í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kýlt manninn í andlitið. Þriðji jafnaldri þeirra hlaut 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir að hafa kýlt manninn ítrekað á meðan fórnarlambið hafi staðið með hendur fyrir aftan bak. Lögreglumaðurinn hlaut sömuleiðis 60 daga skilorðsbundinn dóm fyrir nefbrotið.Skalli og nefbrot fyrir framan kollegana Athyglisvert er að lögreglumaðurinn skallaði manninn fyrir framan nefið á félögum sínum í lögreglunni eftir að búið var að taka skýrslu af brotaþola. Var hann í kjölfarið fluttur á sjúkrahús og hélt því fram í fyrstu að sjö til tíu menn hefðu ráðist á sig. Hann var undir áhrifum áfengis líkt og hinir dæmdu. Dráttur á útgáfu ákæru, sem gefin var út einu og hálfu ári eftir að brotin áttu sér stað, og hreint sakavottorð hjá þremur mönnunum af fjórum varð til þess að milda refsinguna. Þurftu mennirnir hver um sig að greiða fórnarlambinu 400 þúsund krónur í miskabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira