Segir Framsókn hafa staðið við stóru kosningarloforðin Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 23. júní 2015 16:15 Vísir/GVA Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru: Umræðan Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins metur stöðu síns flokks nokkuð sterka og góða í lok þingvetrar. „Við erum búin að koma í gegn stóru málunum okkar og búin að standa við stóru kosningarloforðin okkar og við getum verið stolt og ánægð með það,” sagði Þórunn í Umræðunni þar sem fulltrúar allra flokka á þingi voru beðnir um að meta stöðu síns flokks. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna stöðu flokksins nokkurn vegin þá sömu út á við þar sem kannanir hafi setið á sama stað um nokkurn tíma. Hún sagði þó mikið starf hafa farið fram innávið í flokknum við að endurskoða og skerpa stefnu flokksins. „Þannig að ég er bjartsýn á framhaldið.“ Könnun Fréttablaðsins frá því í síðustu viku sýndi mikinn stuðning við Pírata eða 37.5 prósent. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist hins vegar í 3.3 prósent og myndi flokkurinn samkvæmt því missa alla sína þingmenn.Píratar ánægðir Róbert Marshall þingflokksformaður flokksins sagðist enn hafa trú á því sem flokkurinn væri að gera og vilja halda áfram að gera það sem flokkurinn var kosinn til að gera. „Þegar við höfum mælst hátt í skoðanakönnunum þá hefur maður velt fyrir sér hvort maður ætti raunverulega inni fyrir því og eins og staðan er núna þá velti ég líka fyrir hvort við eigum inni fyrir því sem við erum að gera núna.” Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins var mjög afdráttarlaus í svörum aðspurð að stöðu síns flokks. „Ég held nú að minn flokkur standi bara svipað og allir aðrir flokkar hér á þinginu. Við eigum þátt í þessari átakapólitík eins og aðrir flokkar og það er kannski það sem uppúr stendur eftir þennan þingvetur.” Að mati Katrínar Júlíusdóttur varaformanns Samfylkingarinnar má flokkurinn fara að uppskera í samræmi við málflutning sinn. „Við höfum barist hart gegn því að menn séu að gefa hér sjávarauðlindina. Við höfum barist hart gegn því að menn séu að nota einhvers konar pólitíska hentistefnu í því hvar er virkjað og hvar er ekki virkjað. Við höfum barist hart gegn því að taka þeim ákvörðunum sem leiða til frekari ójafnaðar í okkar samfélagi og við munum halda því áfram.” Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist auðvita ánægður með skoðanakannanir og þær gæfu flokknum umboð til að beita sér fyrir lýðræðisumbótum og grundvallarbreytingum á stjórnskipan landsins. „En satt best að segja þá held ég að við þurfum aðeins meira tímarúm til að átt okkur á því hvað manni á að finnast um þær, annað en bara að vera þakklátur fyrir traustið.”Þingmennirnir og konurnar voru beðin um að lýsa liðnum þingvetri í einu orði. Rugl og átök voru meðal þeirra orða sem notuð voru:
Umræðan Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira