Maður fannst afhöfðaður við verksmiðju nærri Grenoble Atli Ísleifsson skrifar 26. júní 2015 09:25 Sprengingar hafa heyrst í bænum í morgun. Vísir/AFP Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar. Mið-Austurlönd Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Einn maður fannst afhöfðaður og einhverjir eru særðir eftir árás á verksmiðju í Saint-Quentin-Fallavier, nærri bænum Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun.Franskir fjölmiðlar hafa greint frá því að árásarmaðurinn hafi verið með ISIS-fána.Höfuð mannsins var stjaksett við hlið verksmiðjunnar. Arabískur texti hafði verið ritaður á höfuðið.Nokkrar sprengingar urðu eftir að bíl var ekið inn í gasverksmiðjuna Air Products í bænum.Einn maður var handtekinn á vettvangi. Eiginkona árásarmannsins hefur einnig verið handtekin.Francois Hollande Frakklandsforseti hefur snúið til Frakklands frá leiðtogafundi ESB.14:41: Hinn látni yfirmaður hins grunaða Að sögn franskra fjölmiðla var hinn látni yfirmaður árásarmannsins. 14:31: Mísvísandi fréttir Erlendir fjölmiðlar greindu fyrr frá því að árásarmenn hafi verið tveir og hafi annar þeirra verið handtekinn og hinn drepinn. Nú liggur hins vegar fyrir að einn maður hafi ráðist á verksmiðjuna og hafi hann verið handtekinn. Þá hafi hann haft vitorðsmenn. Innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrir hafi verið handteknir vegna árásarinnar, þar á meðal hinn 35 ára Yacine Sali. 13:34: Eiginkona Sali handtekin Að sögn AFP hefur eiginkona Sali verið handtekin. 12:45: Annar maður handtekinn Lögregla í Frakklandi hefur handtekið einn mann á heimili sínu, vegna gruns um að hann gæti eitthvað vitað um árásina. 12:40: Búið að bera kennsl á hinn afhöfðaða Yfirvöld hafa nú borið kennsl á manninn sem var afhöfðaður. Að sögn er þetta maður sem starfaði í bænum Chassieu, um 30 kílómetrum frá staðnum þar sem árásin átti sér stað. 11:29: Annar árásarmannanna drepinnog hinn nafngreindur Innanríkisráðherrann Bernard Cazeneuve segir að hinn handtekni heiti Yassine Sali og er 35 ára. Hann er ekki á sakaskrá, en yfirvöld töldu hann tengjast óslömskum öfgahópi. Hinn árásarmaðurinn var felldur af slökkviliðsmanni. 11:04: Engar upplýsingar um hinn árásarmanninn Hollande ræddi við fréttamenn skömmu áður en hann hélt til Parísar og sagði árásina bera merki hryðjuverkaárásar. Sagði hann árásarmennina hafi haft í hyggju að sprengja gasverksmiðjuna í loft upp. Forsetinn staðfesti að tveir menn hafi ekki bílnum inn í verksmiðjuna og hafi annar þeirra verið handtekinn. Hann gaf ekkert upp um hinn sem var í bílnum. 10:29: Ringulreið á staðnum Fréttamaður Le Monde segir að mikil ringulreið sé á staðnum, þar sem þyrlur eru á sveimi yfir verksmiðjunni og sérfræðingar lögreglu eru nýkomnir á staðinn. 10:14: Hollande snýr aftur til FrakklandsFrancois Hollande Frakklandsforseti hefur ákveðið að yfirgefa leiðtogafun aðildarríkja ESB sem fram fer í Brussel og halda til Frakklands vegna árásarinnar.10:12: Árásin varð rétt fyrir klukka 10 að staðartímaFranskir fjölmiðlar greina frá því að árásin hafi átt sér stað skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma, eða 8 að íslenskum tíma.#Attentat #Isere : les journalistes attendent Bernard Cazeneuve d'ici une 10aine de minutes pour une déclaration pic.twitter.com/JbsrHnJ5Oz— France Bleu Isère (@bleu_isere) June 26, 2015 Vísir/AFP10:10: Ekki starfsmaður verksmiðjunnarAð sögn AFP og Reuters var sá sem fannst afhöfðaður ekki starfsmaður verksmiðjunnar. 10:07: Rannsakað sem hryðjuverkaárás Talsmaður franskra yfirvalda staðfestir að atburðurinn sé rannsakað sem hryðjuverkaárás.10:03: Hollande með fréttamannafundBúist er við að Francois Hollande Frakklandsforseti haldi fréttamannafund innan skamms.9:58: Einn látinn, tveir særðirLe Figaro greinir frá því að einn maður hafi látist og tveir særst. Um fjörutíu starfsmenn verksmiðjunnar hafa verið fluttir úr verksmiðjunni.9:56: Hinn handtekni þrítugur Franskir fjölmiðlar greina frá því að hinn handtekni sé þritugur karlmaður. Franska öryggislögreglan á að þekkja til mannsins. 9:51: Aukinn viðbúnaður Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, hefur aukið viðbúnaðarstig lögreglu í landinu vegna árásarinnar. 9:48: Arabískur texti fannst á höfðinu Að sögn AFP var arabískur texti ritaður á höfði mannsins sem hafði fundist afhöfðaður. Höfuðið hafði verið stjaksett á hliði verksmiðjunnar. 9:46: Óku á bíl inn í verksmiðjuna Sky News greinir frá því að tveir menn hafi keyrt inn í verksmiðjuna á bíl. Í bílnum hafi verið gaskútar sem ollu sprengingunum. 9:40: Framleiðir gasvörur Verksmiðjan sem um ræðir heitir Air Products og framleiðir gasvörur, meðal annars til að kæla matvæli. Um fimm þúsund manns búa í Saint-Quentin-Fallavier, sem er að finna um 30 kílómetrum suðaustur af Lyon, við bakka Isére-fljótsins. 9:33: Tveir árásarmennÍ frétt Le Monde segir að tveir árásarmenn hafi haldið inn í verksmiðjuna. Annar þeirra hafi verið handtekinn. 9:28: Einn handtekinn Að sögn franskra fjölmiðla hefur maðurinn verið handtekinn. Hann hafði haldið inn í verksmiðjuna og sprengt nokkrar sprengjur en var handtekinn skömmu síðar.
Mið-Austurlönd Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira